Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

334. fundur 11. september 2003

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson sem ritaði fundargerð.

1. Lögð var fram drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2003.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir breytingartillögum. Samþykkt að vísa tillögu að endurskoðaðri áætlun til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra félagsþjónustu, dags. 8/9 ´03.

Fallist er á tillögu framkvæmdastjóra félagsþjónustu um afgreiðslu málsins.

3. Lagt var fram minnisblað grunnskólafulltrúa, dags. 4/9 ´03 vegna beiðni um hækkun framlags til einkaskóla.

Fallist er á tillögu grunnskólafulltrúa um að framlag Seltjarnarness fylgi áfram viðmiðunargjaldi Samb. ísl. sveitarfélaga.

4. Lögð fram tillaga embættismanna sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vegna kennslukostnaðar í tónlistarskólum.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki annarra sveitarfélaga innan SSH.

5. Lagt fram bréf frá Landlæknisembættinu, dags. 13/8 ´03 með ósk um styrk vegna forvarna gegn sjálfsvígum.

Samþykkt að styrkja um kr. 200.000.-

6. Lagt fram bréf dags. 19/8 ´03 um ágóðagreiðslu EBÍ árið 2003.

7. Lagt fram erindi Borgarleikhússins, dags. 21/8 ´03 vegna styrks til fræðslustarfs leikhússins.

Fjárhags- og launadeild álítur að það sé skólastjórnenda að ákveða hvort þeir hafi áhuga á að nýta sér þessa þjónustu. Bæjarstjóra falið að kynna formanni skólanefndar afgreiðsluna.

8. Lagt fram bréf Krossgatna, dags. 29/8 ´03 vegna styrks til stækkunar á endurhæfingarheimili samtakanna.

Samþykkt að vísa erindinu til félagsmálaráðs.

9. Lagt fram sex mánaða uppgjör SHS.

10. Lagt fram sex mánaða uppgjör Strætó bs.

11. Lagt fram sex mánaða uppgjör Sorpu bs.

12. Ársreikningur Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma árið 2002 lagður fram.

13. Samþykkt var að styrkja Rótarý í Norður Dakóta um kr. 30.000.- í minningu kirkjunnar þar.

Ásgerður Halldórsdóttir og Jónmundur Guðmarsson viku af fundi við afgreiðslu málsins.

Fundi slitið kl. 9:15

 

Ásgerður Halldórsdóttir (sign) Jónmundur Guðmarsson (sign.)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign) Inga Hersteinsdóttir (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?