Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

329. fundur 27. mars 2003

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram minnisblað grunnskólafulltrúa, dags. 13. mars s.l. um fatlaða nemendur í skólaskjóli. Erindinu vísað til umsagnar félagsmálastjóra.

2. Lagt fram bréf SÁÁ, dagsett 13. mars um fjárstuðning til fræðslu- og forvarnarstarfs. Erindinu vísað til félagsmálaráðs.

3. Lagt fram bréf dags. 13. febrúar s.l. frá Endurhæfingarstöð hjarta- og lungnasjúklinga um fjárstyrk.

Samþykkt 40.000.- kr. styrkur.

4. Eignaskiptasamningur fyrir húsfélagið Skólabraut 3-5. Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins. Umfjöllun frestað.

5. Lagt fram erindi dagmæðra dags. 13. mars um aðild að Starfsmannafélagi Seltjarnarness. Bæjarstjóra falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

6. Lagt fram bréf dags. 26. mars s.l. frá Regínu Höskuldsdóttur skólastjóra Mýrarhúsaskóla varðandi skoðun á fjármálum Mýrarhúsaskóla. Óskað er eftir fresti til að svara bréfi bæjarstjóra dags. 26.02. s.l. til 02.04.2003.

Frestur samþykktur.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8.30.

 

Ásgerður Halldórsdóttir (sign)

Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign)

             Jónmundur Guðmarsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?