384. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn þriðjudaginn 11. september 2007 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
- Lögð fram endurskoðuð fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2007. Bæjarstjóri gerði grein fyrir áætluninni.
Endurskoðaðri fjárhagsáætlun vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
(Málsnúmer:2007090042 )
- Lagt fram bréf framkvæmdastjóra félagsþjónustu dags. 27. ágúst s.l. með beiðni um heimild til kaupa á leirbrennsluofni.
Samþykkt og vísað til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.(Málsnúmer: 2007080030)
- Lagt fram bréf framkvæmdastjóra félagsþjónustu dags. 20. júlí sl. varðandi kjaramál leiðbeinenda í félagsstarfi aldraðra.
Einnig lagt fram bréf framkvæmda fræðslu- og menningarsviðs, dags. 10. september sl. varðandi ráðningaskilmála ófaglærðra starfsmanna grunnskóla.
Bæjarstjóra falið að vinna að samþættri tillögu í málinu fyrir næsta fund nefndarinnar.
(Málsnúmer. 2003020049)
- Lagt fram bréf framkvæmdastjóra félagsþjónustu dags. 20. júlí sl. með ósk um heimild til áframhaldandi ráðningar unglingafulltrúa hjá félagsþjónustu bæjarins.
Samþykkt samhljóða.
(Málsnúmer: 2006060087)
- Lagt fram bréf dags. 29. ágúst sl. frá framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs varðandi framhald tilraunaverkefnisins Nemanet.
Lögð fram drög að samningi um aðgang að Nemaneti fyrir alla íbúa Seltjarnarness.
Samþykkt samhljóða og vísað til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.(Málsnúmer: 2007060005 )
- Lagt fram bréf leikskólafulltrúa dags. 3. september 2007 með beiðni um sérstuðning fyrir barn á Sólbrekku.
Samþykkt samhljóða og vísað til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.(Málsnúmer: 2007060036)
- Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Strætó bs., dags. 4. september sl. varðandi endurfjármögnun Strætó bs. Einnig lögð fram greinargerð um mat á kostnaði vegna verkefnisins “Frítt í Strætó”.
Samþykkt er verkefnið “Frítt í strætó” sem áætlað er að kosti 6 millj. kr. á árinu 2007. Vísað til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.
Samþykkt að greiða 3,7 millj. viðbótarframlag til Strætó bs. á árinu 2007, vísað til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.
(Málsnúmer: 2007090029)
- Lögð fram skipulagsskrá Mænuskaðastofnunar Íslands þar sem lagt er til að Seltjarnarnesbær verði einn af stofnendum og leggi til stofnfé að fjárhæð 200.000.- kr.
Samþykkt samhljóða. Jónmundur Guðmarsson tilnefndur aðalmaður í stjórn og Sonja B. Jónsdóttir varamaður.
(Málsnúmer: 2007090022)
- Lögð fram tillaga bæjarstjóra um fjárframlög til stjórnmálasamtaka, vegna gildistöku laga nr. 162/2006, sbr. 5. tl. 380. fundar.
Samþykkt samhljóða og vísað til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.
(Málsnúmer: 20070500469)
- Lagt fram kauptilboð í fasteignina Skólabraut 1 á Seltjarnarnesi.
Kauptilboðið samþykkt samhljóða og bæjarstjóra falið að ganga frá kaupunum.
(Málsnúmer: 2007090019)
- Lögð fram viðbótargreinargerð lögmanns Seltjarnarnesbæjar til félagsmálaráðuneytisins dags. 13. ágúst sl. vegna kæru H.Þ.H. varðandi skipulagsmál.
(Málsnúmer: 2006040003)
- Lagt fram bréf dags. 21. ágúst 2007 frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands þar sem gerð er grein fyrir ágóðahlutagreiðslu 2007.
(Málsnúmer: 2007080025)
- Lagt fram bréf dags. 9. júlí og 21. ágúst sl. frá Juris lögmannsstofu og bréf Sorpu bs. dags. 22. ágúst sl. vegna sölu Sorpu bs. á eignarhlut sínum í Efnamóttökunni.
(Málsnúmer: 200707024)
- Gerð var grein fyrir hátíðarkvöldverðarboði bæjarstjórnar Seltjarnarness í tilefni þess að meistararflokkur karla í knattsprynudeild Gróttu vann sig upp um deild, og óskað eftir því að bæjarfélagið greiddi kostnaðinn.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 08:45
Ásgerður Halldórsdóttir (sign) Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)
Sigrún Edda Jónsdóttir (sign) Jónmundur Guðmarsson (sign)