Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

384. fundur 11. september 2007

384. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn þriðjudaginn 11. september 2007 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson  og Lúðvík Hjalti Jónsson,  sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

 1. Lögð fram endurskoðuð fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2007.  Bæjarstjóri gerði grein fyrir áætluninni.

  Endurskoðaðri fjárhagsáætlun vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  (Málsnúmer:2007090042 )
 2. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra félagsþjónustu dags. 27. ágúst s.l. með beiðni um heimild til kaupa á leirbrennsluofni.

  Samþykkt og vísað til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.(Málsnúmer: 2007080030)

 3. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra félagsþjónustu dags. 20. júlí sl. varðandi kjaramál leiðbeinenda í félagsstarfi aldraðra.

  Einnig lagt fram bréf framkvæmda fræðslu- og menningarsviðs, dags. 10. september sl. varðandi ráðningaskilmála ófaglærðra starfsmanna grunnskóla.

  Bæjarstjóra falið að vinna að samþættri tillögu í málinu fyrir næsta fund nefndarinnar.
  (Málsnúmer. 2003020049)

 4. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra félagsþjónustu dags. 20. júlí sl. með ósk um heimild til áframhaldandi ráðningar unglingafulltrúa hjá félagsþjónustu bæjarins.

  Samþykkt samhljóða.
  (Málsnúmer: 2006060087)

 5. Lagt fram bréf dags. 29. ágúst sl. frá framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs varðandi framhald tilraunaverkefnisins Nemanet.

  Lögð fram drög að samningi um aðgang að Nemaneti fyrir alla íbúa Seltjarnarness.

  Samþykkt samhljóða og vísað til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.(Málsnúmer: 2007060005 )

 6. Lagt fram bréf leikskólafulltrúa dags. 3. september 2007 með beiðni um sérstuðning fyrir barn á Sólbrekku.

  Samþykkt samhljóða og vísað til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.(Málsnúmer: 2007060036)

 7. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Strætó bs., dags. 4. september sl. varðandi endurfjármögnun Strætó bs.   Einnig lögð fram greinargerð um mat á kostnaði vegna verkefnisins “Frítt í Strætó”.

  Samþykkt er verkefnið “Frítt í strætó” sem áætlað er að kosti 6 millj. kr. á árinu 2007.  Vísað til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.

  Samþykkt að greiða 3,7 millj. viðbótarframlag til Strætó bs. á árinu 2007, vísað til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.
  (Málsnúmer: 2007090029)

 8. Lögð fram skipulagsskrá Mænuskaðastofnunar Íslands þar sem lagt er til að Seltjarnarnesbær verði einn af stofnendum og leggi til stofnfé að fjárhæð 200.000.- kr.

  Samþykkt samhljóða.  Jónmundur Guðmarsson tilnefndur aðalmaður í stjórn og Sonja B. Jónsdóttir varamaður.
  (Málsnúmer: 2007090022)

 9. Lögð fram tillaga bæjarstjóra um fjárframlög til stjórnmálasamtaka, vegna gildistöku laga nr. 162/2006, sbr. 5. tl. 380. fundar.

  Samþykkt samhljóða og vísað til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.
  (Málsnúmer: 20070500469)

 10. Lagt fram kauptilboð í fasteignina Skólabraut 1 á Seltjarnarnesi.

  Kauptilboðið samþykkt samhljóða og bæjarstjóra falið að ganga frá kaupunum.
  (Málsnúmer: 2007090019)

 11. Lögð fram viðbótargreinargerð lögmanns Seltjarnarnesbæjar til félagsmálaráðuneytisins dags. 13. ágúst sl. vegna kæru H.Þ.H. varðandi skipulagsmál.
  (Málsnúmer: 2006040003)

 12. Lagt fram bréf dags. 21. ágúst 2007 frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands þar sem gerð er grein fyrir ágóðahlutagreiðslu 2007.
  (Málsnúmer: 2007080025)

 13. Lagt fram bréf dags. 9. júlí og 21. ágúst sl. frá Juris lögmannsstofu og bréf Sorpu bs. dags. 22. ágúst sl. vegna sölu Sorpu bs. á eignarhlut sínum í Efnamóttökunni.
  (Málsnúmer: 200707024)

 14. Gerð var grein fyrir hátíðarkvöldverðarboði bæjarstjórnar Seltjarnarness í tilefni þess að meistararflokkur karla í knattsprynudeild Gróttu vann sig upp um deild, og óskað eftir því að bæjarfélagið greiddi kostnaðinn.

  Samþykkt samhljóða.

 

            Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 08:45

 

Ásgerður Halldórsdóttir (sign)              Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)               Jónmundur Guðmarsson (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?