Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

327. fundur 27. febrúar 2003

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1.     Starfslýsingar sbr. 4. lið 326 fundar voru staðfestar samhljóða.

2.     Lögð var fram langtímaáætlun 2004 – 2006. Bæjarstjóri gerði grein fyrir áætluninni.

Samþykkt samhljóða að vísa áætluninni til bæjarstjórnar.

3.     Á fundinn mættu Margrét Harðardóttir og Óskar Sandholt og gerðu grein fyrir reiknilíkani fyrir     grunnskólana. Lögð voru fram drög að útreikningum fyrir skólaárið 2002 – 2004.

Samþykkt samhljóða að vísa reiknilíkaninu til umsagnar skólanefndar.

4.     Samstarfssamningur á milli sóknarnefndar Seltjarnarneskirkju og Seltjarnarnesbæjar dags. 25. febrúar sl. lagður fram.

Samningurinn samþykktur samhljóða.

5.     Lögð fram umsögn félagsmálastjóra um samning um þjónustu og rekstur Reykjavíkurdeildar Rauða Kross Íslands á Alþjóðahúsi. Einnig lögð fram drög að samningi um Alþjóðahúss.

Afgreiðslu frestað.

6.     Lögð fram greinargerð bæjarstjóra um skoðun á fjármálum Mýrarhúsaskóla. Bæjarstjóri gerði grein fyrir greinargerðinni.

Samþykkt samhljóða að vísa greinargerðinni til umsagnar skólastjóra á grundvelli stjórnsýslulaga.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:40.

Ásgerður Halldórsdóttir (sign)

Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Inga Hersteinsdóttir (sign)

                    Jónmundur Guðmarsson (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?