Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Inga Hersteinsdóttir.
Einnig mættu á fundinn Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri og bæjarritari sem ritaði fundargerðina.
1. Minnisblað skrifstofustjóra dags. 4. desember 2002 um fasteignagjöld.
Samþykkt var samhljóða að:
a. lóðarleiga verði 0.75%-1.5%.
b. niðurfelling fasteignagjalda til elli- og örorkulífeyrisþega verður:
Einstaklingar með tekjur allt að kr.1.377.914 fá 100% niðurfellingu.Niðurfelling lækkar hlutfallslega og fellur niður við tekjur að upphæð kr.1.892.473.
c. niðurfellingu hjá hjónum verður 100% miðað við tekjur kr. 1.722.919 og lækkar hlutfallslega og fellur niður við tekjur að upphæð kr. 2.237.478.
d. Gjalddagar fasteignagjalda verða 1/2,1/3, 1/4, 1/5 og 1/6, og eindagar 15 dögum síðar.
2. Minnisblað skólaskrifstofu dagsett 8. nóvember 2002 um starf iðjuþjálfa á skólaskrifstofu.
Samþykkt var samhljóða að bæjarsjóður tæki á sig þann kostnaðarauka, kr.600.000 á ári sem kemur til vegna þess að heilsugæslustöð tekur ekki lengur þátt í kostnaði við starfið.
3. Minnisblað skólaskrifstofu um samkomulag um leikskóladvöl barna sem flytjast milli leikskóla.
Gjaldskrá vegna þessara barna verður sú sama og í heimabyggð þeirra.
4. Kjör bæjarfulltrúa.
Samþykkt var samhljóða að leggja fyrir bæjarstjórn eftirfarandi breytingar á launakjörum bæjarstjórnarmanna og nefndarmanna:
a. Laun forseta bæjarstjórnar verði 41.03% af þingfararkaupi pr. mánuð.
b. Laun bæjarfulltrúa verði 26.52% af þingfararkaupi pr. mánuð.
c. Laun formanna nefnda verði 4.203% af þingfararkaupi pr. fund.
d. Laun nefndarmanna verði 2.953% af þingfararkaupi pr. fund.
e. Laun varamanna í bæjarstjórn og ritara verði 5.453% af þingfararkaupi pr. fund.
Launin miðast við þingfararkaup og eru í samræmi við greiðslur í nágrannasveitarfélögum.
5. Stofnaðild að fasteignafélaginu Fasteign.
Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir málinu.
Samþykkt var að fela bæjarstjóra að undirrita stofnsamning félagsins að öllum þeim fyrirvörum uppfylltum sem fram koma í minnisblaði bæjarstjóra.
6. Rekstrarstaða Mýrarhúsaskóla.
Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir málinu.
Fjárhags- og launanefnd leggur þunga áherslu á að stofnanir bæjarins haldi sig innan ramma fjárhagsáætlunar. Bæjarstjóra falið að vinna drög að reiknilíkani fyrir áætlanagerð skólanna.
7. Erindi húsfélagsins Skólabrautar 3-5, dagsett 9. október 2002, vegna kostnaðar við brunavarnir ásamt minnisblaði forstöðumanns tækni- og umhverfissviðs.
Ákveðið var að fresta afgreiðslu málsins og óska eftir tæmandi upplýsingum frá forstöðumanni tækni- og umhverfissviðs.
8. Málefni starfsmanna íþróttamiðstöðvar. Frestað þar sem upplýsingar höfðu ekki borist fyrir fundinn.
9. Málefni Seltjarnarness og Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Bæjarstjóra var falið að kanna lagalega stöðu bæjarins í málinu.
10. Erindi félags leikskólakennara, dagsett 25. nóvember 2002.
Erindinu var vísað samhljóða til Skólanefndar.
11. Erindi Kvennaráðgjafar, dagsett 11. nóvember 2002.
Samþykkt var samhljóða að vísa erindinu til Félagsmálaráðs.
12. Samkomulag um breytingar á fjármálalegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga.
13. Lagt var fram erindi Hrafnhildar Sigurðardóttur, leikskólafulltrúa, þar sem óskað er eftir heimild fyrir 1.5 stöðugildi fyrir leikskólann Mánabrekku í sérkennslu/þjálfun barns með sérþarfir.
Samþykkt samhljóða.
14. Lagt var fram bréf Íþróttafulltrúa, þar sem óskað er eftir heimild fyrir starfsmanni til ræstingar í íþróttasölum. Á fjárhagsáætlun 2003 eru kr. 2.000.000 til þessa verks. Stöðuheimild samþykkt.
Fundi var slitið kl.10:20 Álfþór B. Jóhannsson (sign)
Inga Hersteinsdóttir (sign) Ásgerður Halldórsdóttir (sign)
Guðrún H. Brynleifsdóttir (sign)