Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

315. fundur 13. ágúst 2002

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Inga Hersteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson sem ritaði fundargerð.

1.     Tillaga bæjarstjóra um að kaup fasteignarinnar að Skólabraut 1 (neðri hæð).

Samþykkt að veita bæjarstjóra umboð til samninga og kaupa á Skólabraut 1 (neðri hæð).

 

2.     Starfslokasamningur við fyrrv. bæjarstjóra.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir starfslokasamningi við Sigurgeir Sigurðsson fyrrverandi bæjarstjóra eftir 38,5 ára störf hjá Seltjarnarnesbæ. Samningurinn felur í sér að fyrrverandi bæjarstjóri þiggi óskert laun í 9 mánuði vegna ýmissa óskilgreindra verkefna sem hann mun sinna að ósk bæjarstjóra. Uppgjör orlofs eru 3 mánuðir.

Samningurinn var samþykktur samhljóða.

 

3.     Lagt fram bréf félagsmálaráðuneytisins frá 23. júlí sl. ásamt auglýsingu um flokkun og greiningu í bókhaldi og reikningsskilum sveitarfélaga.

Rætt var um nýjar reikningsskilavenjur. Samþykkt að haldinn verði kynningarfundur fyrir bæjarstjórn í samstarfi við endurskoðendur bæjarins hinn 12/9 nk. kl. 08:30 í fundarsal bæjarstjórnar.

 

4.     Staða endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar 2002 og undirbúnings fjárhagsáætlunar 2003.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir endurskoðun fjárhagsáætlunar og fjárhagsáætlunargerð fyrir 2003. Samþykkt að bæjarstjóri og formaður vinni að tillögu um verkferla og viðmiðanir við gerð fjárhagsáætlunar.

 

5.     Lagður fram samningur um efnistöku.

Bæjarstjóri lagði ofangreindan samning fram til kynningar ásamt meðfylgjandi bókun:

,,Með hliðsjón af fyrirspurn N-listans á fundi bæjarstjórnar hinn 17.07 sl., um malarnám við Bolaöldur vill bæjarstjóri upplýsa að samningur Seltjarnarnesbæjar og Kópavogsbæjar við Bolaöldur ehf. um efnistöku við Bolaöldur var undirritaður af fyrrverandi bæjarstjóra fyrir hönd bæjarins hinn 10.06. sl. Var samningurinn því næst sendur Kópavogsbæ til undirritunar. Fullgilt eintak, undirritað af öllum aðilum, barst 09.08. sl.”

 

6.     Verkstaða nýbyggingar Valhúsaskóla.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu framkvæmda við nýbygginguna. Fram kom að verkið er nú á lokastigi.

 

7.     Erindi Skáksambands Íslands frá 3. ágúst 2002.

Nefndin tekur jákvætt í erindið. Samþykkt samhljóða að vísa því til ÆSÍS til umsagnar.

 

8.     Erindi Árna Magnússonar frá 7. ágúst 2002.

Samþykkt samhljóða að hafna erindinu en bæjarstjóra falið að ræða önnur hugsanleg úrræði við félagsmálastjóra.

Fundi var slitið kl.09:00             Jónmundur Guðmarsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?