Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

314. fundur 15. júlí 2002

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Inga Hersteinsdóttir.

Einnig mættu á fundinn Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi og bæjarritari sem ritaði fundargerðina.

1.    Lagðir voru fram ársreikningar Starfsmannafélags Seltjarnarness.

Afgreiðslu frekari styrks var frestað til afgreiðslu fjárhagsáætlunar næsta árs.

 

2.   Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi gerði grein fyrir stöðu innheimtumála innan leikskóla Seltjarnarness og innritunarreglum og lagði fram afrit af þeim.

Ákveðið var að fela bæjarstjóra að sjá um að koma á breyttu og samræmdu innheimtufyrirkomulagi á öllum gjöldum innan skólakerfisins.

Hrafnhildi var falið að annast innheimtu á þeim leikskólagjöldum sem nú eru ógreidd.

Hrafnhildur gerði og grein fyrir störfum nefndar um byggingu nýs leikskóla. Þessu næst vék Hrafnhildur af fundinum.

 

3.    Útihátíð-forvarnarit sbr. 7 lið síðustu fundargerðar.

Samþykktur var styrkur að upphæð kr. 25.000.-

 

4.   Erindi KPMG sbr. 5. lið síðustu fundargerðar.

Samþykkt var að greiða KPMG kr. 50.000.- vegna þeirrar úttektar sem unnið er að.

 

5.   Erindi Skólanefndar sbr. 8. lið síðustu fundargerðar um niðurgreiðslu á skólamáltíðum um 10%.

Samþykkt var samhljóða að vísa erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

 

6.   Rætt var um erindi Kammerkórs Seltjarnarneskirkju dagsett 5. júlí 2002.

Samþykkt var að taka jákvætt undir erindið.

 

 

Fundi var slitið kl. 08:52                      Álfþór B. Jóhannsson (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?