Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

312. fundur 18. júní 2002

Mættir voru formaður nefndarinnar Ásgerður Halldórsdóttir og nefndarmennirnir Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Inga Hersteinsdóttir. Einnig mættu á fundinn Jónmundur Guðmarsson nýkjörinn bæjarstjóri og bæjarritari sem ritaði fundargerðina.

Fulltrúar skólaskrifstofu Lúðvík Hjalti Jónsson sviðsstjóri og Óskar Sandholt, grunnskólafulltrúi mættu á fundinn v. 1.-4. liðar.

1.     Lagt var fram erindi skólaskrifstofu dagsett 18/4 2002 um lengingu Tónlistarskólans.  Áætlaður kostnaður 2002 er áætlaður 830.000.- og um kr. 2.500.000.- árið 2003.

Erindið var samþykkt samhljóða.

 

2.     Lagt var fram erindi skólaskrifstofu Seltjarnarness dagsett 5/6 2002 um “Athvarf” í Valhúsaskóla.

Breytingar á húsnæði v. Athvarfsins er áætlaður kr. 60.000.- en ekki vitað hvað af öðrum kostnaði rúmast innan áætlunar skólans.

Samþykkt var að veita kr. 60.000.- til að koma upp aðstöðu fyrir athvarfið að öðru leiti var skólanefnd falið að kanna málið frekar í sambandi við sérkennsluáætlun skólans.

 

3.     Lagt var fram erindi skólaskrifstofu um fjölgun stöðugilda í Valhúsaskóla.

Áætlaður kostnaður er um kr. 1.100.000.- pr. mánuð.

Erindið að frádreginni stöðu deildarstjóra, var samþykkt samhljóða.

 

4.     Lagt var fram erindi skólaskrifstofu v. framkvæmda á Sólbrekku og Mánabrekku í sumar.

Áætlaður kostnaður er kr. 4.400.000.- og er áætlað að hér verði eingöngu um tilfærslur á milli liða og ekki um nein aukaútgjöld að ræða.

Samþykkt samhljóða.

 

5.     Lagt var fram bréf Íþróttasambands lögreglumanna dagsett 2/5 2002 v. Norðurlandamóts í golfi.

Samþykktur var styrkur að upphæð kr. 50.000.-

 

6.     Lagt var fram erindi starfsmanna félags Seltjarnarness dagsett 10.maí 2002 v. styrks til viðhalds á sumarhúsi félagsins í Úthlíð.

Afgreiðslu var frestað og óskað eftir reikningum vegna viðgerðarinnar.

 

7.     Lagt var fram umsókn Árna Sigurðssonar f.h. Sigurðar Ásgeirs Árnasonar, Grænumýri 5, nemandi í 5.bekk Mýrarhúsaskóla v. hugmyndar um regnhlíf og/eða sólhlíf á reiðhjól.

Samþykktur var styrkur að upphæð kr. 150.000.- til frekari vinnslu á hugmyndinni.

 

8.     Lagt var fram bréf Skógræktarfélags Íslands vegna landgræðsluskóga dagsett 2. maí 2002.

Samþykkt var samhljóða að veita félaginu styrk að upphæð kr. 30.000.-

 

9.     Lagt var fram erindi Sambands ísl. sveitarfélaga dagsett 2/4 2002 um tölvufræðslu sveitarfélaga.

 

Fundi var slitið kl. 09.10                      Álfþór B. Jóhannsson (sign)

 

Ásgerður Halldórsdóttir (sign)             Inga Hersteinsdóttir (sign)

Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?