Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

310. fundur 26. mars 2002

Mættir voru: Inga Hersteinsdóttir, Erna Nielsen og Högni Óskarsson auk bæjarstjóra er ritaði fundargerð.

1.   Tekið fyrir að ræða lóðarmat og lóðarleigu á leigulóðum Seltjarnarnesbæjar við Austurströnd, Eiðistorg og Bygggarða sbr. fundargerð síðasta fundar.

Samþykkt var að mæla með að álagningarhlutfall fyrirtækja vegna lóðarleigu verði sem hér segir:

Austurströnd, Eiðistorg og Bygggarðar var 2.5%, verður 1.5%.

Íbúðarhúsnæði á leigulóðum var 1%, verður 0.75%.  Hér er um að ræða Austurströnd og Eiðistorg. 

2.     Tillögur Neslista frá afgreiðslu fjárhagsáætlunar í nóvember:

1.   Sjóvarnir:  Framlag ríkisins byggir á mótframlagi heimamanna og því ekki hægt að koma því fé (6.4m) til Valhúsaskóla.

Bókun H.Ó.  Samþykki undirritaðs er háð því að tryggt sé að mótframlag ríkisins 8.6 milljónir skv. fjárlögum nýtist á þessu fjárhagsári.

2.   Skipurit Seltjarnarnesbæjar og úttekt á stjórnun:  Eðlilegt er að ný bæjarstjórn sem við tekur í júní n.k. hafi frjálsar hendur um endurskoðun á stjórnunarháttum bæjarins og er lagt til að tillögu Neslistans verði vísað til afgreiðslu næstu bæjarstjórnar.

Bókun H.Ó.

Undirritaður telur eðlilegt að undirbúningur að þeirri úttekt sem fulltrúar Neslistans hafa lagt til hefjist sem fyrst og greiðir því atkvæði gegn þessari tillögu sjálfstæðismanna. 

3.   Erindi Björgunarsveitarinnar Ársæls um áframhaldandi byggingarstyrki dags. 11. mars.
Samþykkt að mæla með framlagi næstu 3 ár 1.5 m.kr. árlega.

4.   Svæðisskrifstofa fatlaðra vegna Sæbrautar 2.
Samþykkt að lækka fasteignaskatt um 85%. 

Fundi var slitið kl. 17.45

Inga Hersteinsdóttir (sign)                   Högni Óskarsson (sign)

Erna Nielsen (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?