Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

308. fundur 05. febrúar 2002

Mættir voru: Inga Hersteinsdóttir, Erna Nielsen og Sunneva Hafsteinsdóttir auk bæjarstjóra er ritaði fundargerð.

 

1.    Lögð fram 3ja ára áætlun bæjarsjóðs fyrir árin 2003-04-05.  Bæjarstjóri gerði grein fyrir áætluninni.

Samþykkt að leggja áætlunina þannig fyrir bæjarstjórn 13. febrúar n.k.

 

2.  Erindi skólastjóra Mýrarhúsaskóla um aukningu á launapott.  Nefndin hefur ekki heimild til að hækka launapott skv. kjarasamningum og bendir skólastjóra á að hagræða í öðrum liðum.

 

3.   Erindi stjórnar ÆEFS um lögfræðikostnað vegna málaferla við rekstraraðila Félagsheimilis.  Samþykkt að standa straum af þeim kostnaði.

 

4.   Ýmsir styrkir.

Nýsköpunarsjóður námsmanna.

Vegna mistaka var bókað kr. 250.000.-   Á að vera kr. 50.000.- 

Neytendasamtökin.  Samþykkt að styrkja samtökin um kr. 75.000.-

Lagt fram erindi Nordjobb um vinnu fyrir ungmenni frá Norðurlöndum – Senda til umsagnar til æskulýðsfulltrúa.

 

5.   Samþykkt að mæla með að aðalfulltrúar í bæjarstjórn fái ADSL tengingu á kostnað bæjarsjóðs.

 

 

 

Fundi var slitið kl. 17.45.

 

Inga Hersteinsdóttir (sign)                   Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)

Erna Nielsen (sign)                    Sigurgeir Sigurðsson (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?