Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

301. fundur 05. september 2001

Mættir voru: Inga Hersteinsdóttir, Erna Nielsen og Högni Óskarsson auk bæjarstjóra er ritaði fundargerð.

Til fundar mætti Sigurður Helgi Guðmundsson, forstjóri Eirar vegna væntanlegra samninga við Eir um byggingu og rekstur hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi.

Sigurður gerði grein fyrir framgangi málsins m.a. samskiptum við heilbrigðisráðuneytið, en þangað þarf að sækja um bygginga- og rekstrarleyfi.

Töluvert var rætt um stærðir hjúkrunarheimila.

Samþykkt var að fela fulltrúum Eirar og bæjarstjóra að ganga frá umsókn til heilbrigðisráðuneytis um byggingu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi.

“Fulltrúi Neslista í Fjárhags- og launanefnd samþykkir tillögu um að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi.  Þó er gerður sá fyrirvari að staðsetning hjúkrunarheimilis við Nesstofu er óásættanlegur og því beri að skoða aðra valkosti hvað varðar lóð undir hjúkrunarheimilið.”

 

                                                          Högni Óskarsson (sign)

Fundi slitið kl. 18.00.

 

Inga Hersteinsdóttir (sign)                 Erna Nielsen (sign)

Högni Óskarsson (sign)                     Sigurgeir Sigurðsso (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?