Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

298. fundur 03. maí 2001

Mættir voru: Inga Hersteinsdóttir, Erna Nielsen og Sunneva Hafsteins-dóttir fyrir Högna Óskarsson ennfremur bæjarstjóri sem ritaði fundargerð.

1.         Kostnaðarhækkanir á leikskólum vegna kjarasamninga við faglært og ófaglært starfsfólk. Lagt fram bréf forstöðumanns fræðslu- og menningarsviðs og útreikningar bæjarritara sem sýna 20,88 % hækkunarþörf ef halda á sama hlutfalli launa og leikskólagjalda og verið hefur. Samþykkt var að leggja til 10% hækkun leikskólagjalda frá 01.júní nk. og kynna málið rækilega fyrir foreldrum. Fulltrúi minnihluta er á móti þessari ákvörðun.

2.         Erindi Þjóðminjasafns dags. 09.04.2001 um fjárstuðning lagt fram.  

3.         Þroskahjálp sendir erindi um niðurfellingu fasteignagjalda af íbúðum félagsins við Tjarnarmýri. Frestað.

4.         Erindi vegna styrkbeiðni starfsmanns félagsmáladeildar v/fram- haldsnáms.Frestað.

5.         Rætt um “ramma” næsta ár svo og endurskoðunar áætlunar ársins.

Rammi verður sendur út í júni eða júlí þegar betur kemur í ljós afdrif kjarasamninga.

 

Fundi slitið kl.17.15                 Sigurgeir Sigurðsson (sign)

 

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)  Inga Hersteinsdóttir (sign)                 Erna Nielsen (sign)   Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?