Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

297. fundur 03. apríl 2001

Mættir voru: Inga Hersteinsdóttir, Erna Nielsen og Högni Óskarsson, auk bæjarstjóra sem ritaði fundargerð.

1.         Til fundar mætti bæjarritari sem hefur verið fulltrúi bæjarins við undirbúning stofnunar “strætó bs.” sem er fyrirhugað byggðasamlag um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu.  Bæjarritari gerði grein fyrir undirbúningi málsins.  Samþ. að mæla með samþykkt stofnsamnings.

2.                 Fasteignagjöld:

a.                 Björgunarsveitin Ársæll kr. 457.545.00.

b.                Þjóðminjasafnið vegna Bygggarða 7, safnahús, kr. 492.236.00.  Bæði erindi samþykkt.

 

3.          Foreldrafélag Öskjuhlíðarskóla sækja um styrk v/sumardvalar fatlaðra barna.  Samþykkt að greiða kr. 52.000.00 sem er hluti Seltjarnarness.  Afgr. v/endursk. fjárhagsáætlunar.

4.         Aðlögunarsamningar.  Lagðar fram niðurstöður vegna aðlögunarsamninga við starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis.  Hluti Seltjarnarness eru kr.1.986.706.00 sem verður að gera ráð fyrir í endurskoðaðri fjárhagsáætlun.

5.         Erindi v/stöðugilda vegna fatlaðra í Mýrarhúsaskóla.                   Vísað til skólaskrifstofu.

6.         Erindi Margrétar Harðardóttur v/samningamála sbr. síðasta fund.  Samþykkt að óska álits skólanefndar og forstöðumanns fræðslu- og menningarsviðs um hvort hægt sé að nýta umrædda tíma í verkefni fyrir skólanefnd eða skólaskrifstofu og verða þá tímarnir greiddir.

 

Fundi slitið kl.18.00.                Sigurgeir Sigurðsson (sign)

Erna Nielsen (sign)                  Inga Hersteinsdóttir (sign)

Högni Óskarsson (sign)          Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?