Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

296. fundur 14. mars 2001

Mættir voru: Inga Hersteinsdóttir, Erna Nielsen og Högni Óskarsson, auk bæjarstjóra sem ritaði fundargerð.

 

1.         Erindi grunnskólafulltrúa vegna skólagöngu fatlaðs nemanda.  Grunnskólafulltrúi mætti á fundinn vegna þessa liðs og sérkennslu almennt í grunnskólum Seltjarnarness.  Nefndin heimilar Mýrarhúsaskóla 1 ½ stöðugildi enda komi stöðuhlutfall frá Sólbrekku vegna þessa nemanda.

2.         Lagt fram erindi v/akstursbrauta í Gufunesi. - Frestað.-

3.         Dagmæður.

Samþykkt að styrkja 4 dagmæður til Danmerkurferðar með starfsfólki leikskóla með kr. 20.000 hverja.

4.         Sæbraut 2.

Fasteignagjöld af Sæbraut 2.  Samþykkt að fella niður 85% af gjöldum ársins.

5.         Erindi Skautafélags Reykjavíkur vegna íshokkímóts.- Samþykkt að styrkja félagið með kr. 20.000.

6.         Lagt fram bréf Margrétar Harðardóttur v/túlkunar á kjarasamningi.

- Frestað.-

 

Fundi slitið kl.17.00.                Sigurgeir Sigurðsson (sign)

 

Erna Nielsen (sign)           Inga Hersteinsdóttir (sign)

Högni Óskarsson (sign)          Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?