Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

294. fundur 08. desember 2000

Mættir voru: Erna Nielsen, Högni Óskarsson og Inga Hersteinsdóttir.

Einnig mættu á fundinn bæjarritari sem ritaði fundargerðina.

 

1.                 Lögð var fram fjárhagsáætlunartillaga fyrir árið 2001 með breytingum frá fyrri umræðu.

2.                 Styrkveitingar:

a.                Krabbameinsfélagið, samþykktur var styrkur kr. 50.000.-

b.                Nýsköpunarsjóður námsmanna, samþykktur var styrkur kr. 50.000.-

c.                Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs. Samþykkt var að fresta afgreiðslu.

d.                Stúdentaráð Háskóla Íslands. Erindinu var hafnað.

e.                Frjálsíþróttasamband Íslands. Erindinu var vísað til Æskulýðs-og íþróttaráðs. 

3.                 Tekar voru til afgreiðslu breytingartillögur Neslistans á fjárhagsáætlunatillögu fyrir árið 2001 sem var vísað til nefndarinnar á    síðasta bæjarstjórnarfundi.

Fulltrúar meirihlutans lögðu til að tillögunum yrði vísað frá með eftirfarandi greinargerð:

Vegna tillagna Nes-listans við fjárhagsáætlun 2001.

Fulltrúar meirihlutans telja að allar þessar tillögur séu góðra gjalda verðar en minna á að nú þegar hefur verið hagrætt og skorið niður það sem hægt er af stofnunum og sviðum bæjarrekstursins og lántökur koma ekki til greina þar sem hér ekki um að ræða framkvæmdir sem ekki þola bið. Þessum tillögum er því vísað frá með eftirfarandi greinargerð:

 

Um einstakar tillögur viljum við taka fram:

Húsgögn innréttingar þar er í gangi áætlun sem gerir ráð fyrir endurnýjun á tveimur árum. Ennfremur eru fyrirætlanir um að færa sérstofur í nýbyggingu sem tekin verður í notkun 2002 og því ekki tímabært að endurnýja þær stofur.

Skólanefnd gæðamat. Skólanefnd hefur á undanförnum 2 árum haft til ráðstöfunar verulegt fé til gæðamats og látið vinna mikið í þeim málum. Nú er unnið að gæðamatsskýrslu fyrir Mýrarhúsaskóla sem skilað verður innan nokkurra vikna.

Aðkeypt skipulagsþjónusta. Vinnustofan Þverá vinnur nú að þessari könnun og er verkið komið vel á leið komið. Ennfremur er sami aðili að vinna umferðarskipulag fyrir allan bæinn. Verulegu fé verður varið til aðkeyptrar skipulagsþjónustu á næsta ári.

Nýbygging og viðhald gatna. Verði farið í breytingar í nágrenni skóla þá rúmast það innan áætlunar tæknideildar um viðhald gatna.

Eignabreytingar/ráðstöfun. Í Mýrarhúsaskóla er verið að gera tilraun með sölu matarpakka í hádegi og eru stjórnendur að þreyfa sig áfram um hvað henti best í matarmálum. Ekki er tímabært að hlaupa til og setja upp eldhús fyrr en séð verður hvernig þessi tilraun gengur svo og í öðrum skólum.

Eignabreyting /ráðstöfun. Lagt er til að lokið verði viðnýbyggingu Valhúsaskóla þegar á næsta ári. Starfshópur er starfandi við undirbúning og hönnun. Áætlanir gera ráð fyrir byggingartíma frá hausti 2001 til vors 2002 án lántöku. Ekkert vandræðaástand er í skólanum og hefur skólinn sýnt fram á að geta leyst húsnæðismál sín þar til nýbygging rís.

 

Tillaga Nes-listans um gerð hringtorgs og umferðareyja.

Á fjárhagsáætlun eru áætlaðar 800 þús.  til gerðar gangbrauta yfir umferðargötur og teljum við það fullnægjandi á næsta ári. Hringtorg er ekki tímabært að sinni vegna nýrra hugmynda um skipulag á Eiðsgrandasvæði.

 

Tillögur Neslistans frá 524. bæjarstjórnarfundi voru afgreiddar þannig:

Liður 04.22.8520: Húsgögn og innréttingar. Samþykkt var frávísun með 2 atkvæðum gegn 1.

Liður 04.01.9620: Skólanefnd vegna gæðamats, skólaþróunar og annarra verkefna. Samþykkt var frávísun með 2 atkvæðum gegn 1.

Liður 09.24.4320: Aðkeypt skipulagsþjónusta. Samþykkt var frávísun með 2 atkvæðum gegn 1.

Liður 10.21.5390: Nýbygging og viðhald gatna. Samþykkt var frávísun með 2 atkvæðum gegn 1.

Liður Eignabreytingar /Ráðstöfun. Samþykkt var frávísun með 2 atkvæðum gegn 1.

Liður Eignabreytingar /Ráðstöfun. Samþykkt var frávísun með 2 atkvæðum gegn 1.

 

Tillaga um að áður samþykkt tillaga um gerð hringtorgs á mótum Norður- og Suðurstrandar og áður samþykkt tillaga um umferðareyjar á gangbrautum yfir fjölförnustu götur bæjarins verði settar inn í framkvæmdaáætlun 2001: Samþykkt var samhljóða að tryggt yrði að fé til gerðar umferðareyja yrði á liðnum 10.53, tillögunni um gerð hringtorgs var frestað og beðið verður eftir ákvörðun um uppfyllingur við Eiðistorg.

 

Samþykkt var með 2 atkvæðum en 1 sat hjá, að vísa fjárhagsáætlunartillögunni með áorðnum breytingum til bæjarstjórnar til síðari umræðu. Gjöld eru kr. 889.476.000.- tekjur kr. 1.028.000.000.- og til eignabreytingar kr. 138.524.000.-

 

Fundi slitið kl.14.15.                Álfþór B. Jóhannsson. (sign)

Erna Nielsen (sign)           Inga Hersteinsdóttir (sign)

Högni Óskarsson (sign)          Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?