Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

386. fundur 19. október 2007

386. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness  var  haldinn  föstudaginn 19. október 2007 kl. 11:00.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Stefán Pétursson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson  og Lúðvík Hjalti Jónsson,  sem ritaði fundargerð.

            Þetta gerðist:

Fjárhags- og launanefnd fór í heimsókn í eftirfarandi stofnanir bæjarins:  Leikskólann Sólbrekku, leikskólann Mánabrekku, Sundlaug Seltjarnarness, íþróttamiðstöð og íbúðir aldraðra Skólabraut, þar sem aðstaða dagvistunar og tómstundastarfs var skoðuð.

Forstöðumenn tóku á móti nefndinni og gerðu grein fyrir viðhaldsverkefnum ásamt því að sýna það sem hefur verið gert varðandi framkvæmdir og viðhald að undanförnu.

Að lokinni skoðunarferð um leikskólana vék Stefán Pétursson af fundi.

Fyrirhuguðum heimsóknum í Grunnskóla Seltjarnarness og Tónlistarskóla var frestað til þriðjudags 23. október nk.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:05

 

Ásgerður Halldórsdóttir (sign)              Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Stefán Pétursson (sign)                         Jónmundur Guðmarsson (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?