Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

288. fundur 15. ágúst 2000

Mættir voru Erna Nielsen, Inga Hersteinsdóttir og Högni Óskarsson auk bæjarstjóra er ritaði fundargerð.

 

 

1.            Lögð fram fjárhagsáætlun vegna framkvæmda við Valhúsaskóla.  Heildarkostnaður er áætlaður kr. 31.190.000.

Samþykkt.

 

2.            Stofnkostnaður Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Hlutur Seltjarnarness eru tæpar 20 millj.kr.

Samþykkt var að heimila lántöku fyrir hlut Seltjarnarness til 10 ára.

 

3.            Erindi v/fjarnáms.

Samþykkt að veita Sigurlaugu K. Bjarnadóttur starfsmanni Sólbrekku afslátt á vinnu 25% í 9 mán. á ári meðan á námi stendur á launum.

 

4.            Ósk um greiðslur vegna sumardvalar frá Foreldrafélagi Öskjuhlíðarskóla alls 10 vikur.

Samþykkt kr. 92.000.

 

5.            Lagt fram blað með álagningartölum ársins.  Álagning kemur út með um 1% breytingu frá áætlun.

 

6.            Framkvæmdir.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir verkefnum sumarsins sem yfirleitt hafa gengið vel.

 

 

Fundi slitið kl.17.30.

 

Erna Nielsen (sign)    Inga Hersteinsdóttir (sign)

Högni Óskarsson (sign)  Sigurgeir Sigurðsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?