Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

388. fundur 13. nóvember 2007

388. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness  var  haldinn  þriðjudaginn 13. nóvember 2007 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

 

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson  og Lúðvík Hjalti Jónsson,  sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

 1. Eftirfarandi forstöðumenn og framkvæmdastjórar sviða mættu á fundinn og gerðu grein fyrir sjónarmiðum sínum varðandi fjárhagsáætlun 2008 og svöruðu fyrirspurnum:
  Snorri Aðalsteinsson, Óskar Sandholt, Soffía Guðmundsdóttir, Guðbjörg Jónsdóttir, Pálína Magnúsdóttir, Sigfús Grétarsson, Gylfi Gunnarsson, Haukur Geirmundsson, Einar Norðfjörð og Steinunn Árnadóttir.

 2. Lögð var fram fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2008, ásamt 20 fundargerðum með forstöðumönnum stofnana bæjarins í tengslum við fjárhagsáætlunagerðina.
  Fjárhagsáætlun vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  (Málsnúmer: 2007090070)

 3. Rætt var um greiðslujöfnun fasteignaskatta aldraðra og öryrkja samkvæmt reglum þar um.
  Bæjarstjóra falin framkvæmd innheimtu og endurgreiðslu samanber samþykktar reglur þar um.

 4. Lögð var fram fyrirmynd að innkaupareglum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
  (Málsnúmer: 2007110004)

 5. Lögð var fram fjárhagsáætlun Strætó bs. fyrir árið 2008.
  (Málsnúmer: 2007100089)

 6. Lögð var fram tillaga leikskólafulltrúa dagsett 1. nóvember 2007 um viðmiðunar-greiðslur vegna tímabundinnar leikskóladvalar barna utan lögheimilissveitarfélags. Samþykkt samhljóða.
  (Málsnúmer: 2006020023)

 7. Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dagsett 9.11.2007 vegna fjárhagslegrar ábyrgðar í skólastarfi. Vísað til skólanefndar.
  (Málsnúmer: 2007110029)

 8. Lagður fram tölvupóstur frá Valgarði Sigurðssyni, þar sem tilkynnt er að málaferlum Guðmundar B. Stefánssonar og Nönnu B. Benedikts hafi verið felld niður hjá Héraðsdómi Reykjavíkur þann 29. mars s.l. og krafa sem höfð var uppi í málinu sé fyrnd.
  (Málsnúmer: 2005120036)

 

Fundargerð upplesinn og samþykkt

Fundi slitið kl. 09:40

 

Ásgerður Halldórsdóttir (sign)              Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)               Jónmundur Guðmarsson (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?