Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

282. fundur 25. apríl 2000

Mættir voru Erna Nielsen, Inga Hersteinsdóttir og Högni Óskarsson auk bæjarstjóra er ritaði fundargerð.

 

1.              Launanefnd sveitarfélaga - umboð.

Nefndin samþykkir að fela Launanefnd umboð til sömu samningagerðar og verið hefur.

 

2.              Forstöðumaður Fræðslu- og menningarsviðs.

Rætt um starfslýsingu.  Samþykkt.

Högni situr hjá.

 

3.              Bæjarmálasamþykkt Seltjarnarness.

Nokkrar breytingar voru gerðar á samþykktinni.  Vísað til bæjarstjórnar.

 

4.              Lögreglusamþykkt Seltjarnarness.

Rædd Lögreglusamþykkt fyrir Seltjarnarnesbæ.  Vísað til bæjarstjórnar.

 

5.              Lagður fram fjárhagsrammi 2001.  Rætt á næsta fundi.

 

6.              Lagt fram erindi leikskólafulltrúa varðandi launamál leikskólakennara.

Launanefnd hefur þegar gert sérsamninga við leikskólakennara, sem gilda út samningstímann.

 

7.              Erindi bókasafns vegna nýrra bókasafnsfræðinga.

Í gildi er kjarasamningur sem rennur út á árinu, þannig að ekki er hægt að breyta samningnum.

 

8.              Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins.

Samþykkt að mæla með samþykkt samningsins.

 

 

 

Fundi slitið kl.17.00.  

Erna Nielsen (sign)    Inga Hersteinsdóttir (sign)

Högni Óskarsson (sign)  Sigurgeir Sigurðsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?