Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

281. fundur 21. mars 2000

Mættir voru Erna Nielsen Inga Hersteinsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir (fyrir Högna Óskarsson) auk bæjarstjóra er  ritaði fundargerð.

 

1.           Lögð fram drög að starfslýsingu sviðsstjóra Fræðslu- og menningarsviðs.  Nefndin ræddi starfslýsinguna og verður gengið frá henni á næsta fundi.

 

2.           Nýsköpunarsjóður Námsmanna.  Samþykkt að styrkja sjóðinn um kr.50.000.-

 

3.           Lionsklúbbur Kópavogs sækir um styrk fyrir Barna- og unglingageðdeild.  Samþykkt kr.25.000.-

 

4.           Erindi Draumasmiðjunnar sækir um styrk til uppfærslu leiksýningar fyrir leikskóla.  Sent skólanefnd til umsagnar.

 

5.           Erindi v/starfsmanna bókasafns vegna aukagreiðslna - frestað.  Frekari gagna verður aflað.

 

6.           Erindi ófaglærðra starfsmanna leikskóla.  Ekki er hægt að verða við erindi starfsmanna, en bent er á að samningar eru lausir 1.maí n.k.

 

Fundi slitið kl.18.00.  

Erna Nielsen (sign)    Inga Hersteinsdóttir (sign)

Sunneva Hafsteinsdóttir  (sign)  Sigurgeir Sigurðsson (sig)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?