Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

280. fundur 01. mars 2000

Mættir voru Erna Nielsen Inga Hersteinsdóttir og Högni Óskarsson,     

 auk bæjarstjóra er  ritaði fundargerð.

 

1.           Lagt fram bréf ófaglærðra starfsmanna leikskóla dags. 14.02.00 sem er ítrekun á erindum þeirra frá 16. nóvember s.l.  Nefndin beinir því til Launanefndar sveitarfélaga að athuga hvort ekki er hægt að taka upp flokk fyrir ófaglærða starfsmenn leikskóla með langa starfsreynslu t.d. 12-15 ára. Nefndin vísar málinu til starfskjaranefndar.

 

2.           Erindi bókavarða ítrekað.  Bæjarstjóra falið að athuga málið.

 

3.           Erindi Neytendasamtakanna um styrk til starfsemi sem svarar til 20 kr. á íbúa.  Samþykkt að láta þá hafa kr. 10 pr. íbúa.

 

4.           Erindi Helgu V. Ísaksdóttur um mat á iðnréttindum við starf á bókasafni.  Vísað til starfskjaranefndar.

 

5.           Laun við liðveislu. 

Samþykkt að greiða starfsmanni samkvæmt 69. launaflokki starfsmannafélags Seltjarnarness.

 

6.           Umsókn um lækkun útsvars.

Samþykkt að lækka útsvar 160646-2419 um kr. 35.000.

 

Fundi slitið kl.17.45.  

Erna Nielsen (sign)    Inga Hersteinsdóttir (sign)

Högni Óskarsson  (sign)  Sigurgeir Sigurðsson (sig)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?