Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

278. fundur 07. desember 1999

Mættir voru Erna Nielsen, Inga Hersteinsdóttir og Högni Óskarsson.     

Einnig mættu á fundinn bæjarstjóri og bæjarritari sem ritaði fundargerðina.

 

 

1.           Á fundinn  mættu Gunnar Lúðvíksson, varaformaður  skólanefndar, Margrét Harðardóttir, grunnskólafulltrúi og Kristjana Stefánsdóttir, leikskólafulltrúi og gerði bæjarstjóri grein fyrir breytingum sem orðið hafa á áætlunum frá innsendingu.

Eftir umræður um áætlunina véku fulltrúar af fundinum.

 

 

2.           Á fundinn mættu Ásgerður Halldórsdóttir, formaður æskulýðs- og íþróttaráðs og Haukur Geirmundsson, æskulýðs og íþróttafulltrúi.

 

Rædd var áætlun ráðsins   og að því loknu véku fulltrúar af fundinum.

 

 

3.           Lagt var fram bréf bókavarða á bókasafni Seltjarnarness dagsett 5. nóvember 1999 um launamál.       

 

 

4.           Á fundinn mætti Snorri Aðalsteinsson, félagsmálastjóri.

 

Rætt var um áætlun félagsmálaráðs og vék félagsmálastjóri þessu næst af fundinum.    

 

 

Fundi var slitið kl.18:00   Álfþór B. Jóhannsson.

 

 

Erna Nielsen (sign)    Inga Hersteinsdóttir (sign)

Högni Óskarsson  (sign)  Sigurgeir Sigurðsson (sign) Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?