Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

391. fundur 22. janúar 2008

391. fundur Fjárhags- og launanefndar  Seltjarnarness  var  haldinn  þriðjudaginn 22. janúar 2008 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson  og Lúðvík Hjalti Jónsson,  sem ritaði fundargerð.

            Þetta gerðist:

  1. Lögð var fram langtímafjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2009-2011.
    Bæjarstjóri gerði grein fyrir áætluninni.

    Áætluninni vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    (Málsnúmer:  2008010046  )
  2. Lögð var fram kostnaðaráætlun að fjárhæð 16. millj. kr. vegna breytinga á aðstöðu Lúðrasveitar Seltjarnarness.

    Samþykkt og vísað til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.
  3. Lagt fram minnisblað leikskólafulltrúa, dags. 02.01.08 með beiðni um tímabundna stöðu kennara í málörvun.

    Samþykkt og vísað til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.(Málsnúmer:  2007120005  )
  4. Lagðar voru fram breytingartillögur Strætó bs. fyrir akstursárið 2008.
    (Málsnúmer: 2007100042 )
  5. Lögð fram bréf leikskólafulltrúa dags. 2. janúar acronym title="síðast liðinn">s.l. með beiðni um aukningu sérstuðnings við börn á Mánabrekku, samtals 6 klst. á dag.

    Samþykkt og vísað til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.(Málsnúmer: 2007060052 )
  6. Lagt fram minnisblað VSÓ-ráðgjafar vegna stúkubyggingar við gervigrasvöll, áætlaður er heildarkostnaður að fjárhæð 210 millj. kr.

    Samþykkt og vísað til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.(Málsnúmer: 2003090131 )
  7. Lagður var fram úrskurður félagsmálaráðuneytisins dags. 21. desember 2007 í stjórnsýslukæru Halldórs Þórs Halldórssonar gegn Seltjarnarnesbæ.

    Hafnað er kröfu Halldórs um að félagsmálaráðuneytið felli úr gildi ákvarðanir bæjarstjórnar Seltjarnarness frá 11. september 2006 um deiliskipulag Hrólfsskálamels og frá 13. desember 2006 um deiliskipulag Suðurstrandar, skóla- og íþróttasvæði.
    (Málsnúmer: 2006040003 )
  8. Lagður var fram samningur Seltjarnarnesbæjar og AFA JCDecaux Ísland ehf. dags. 21. desember 2007 um biðskýli og kynningar- og auglýsingatöflur í Seltjarnarnesbæ.

    Samþykkt samhljóða.
    (Málsnúmer: 2007120039 )
 

  1. Lagður var fram samningur Seltjarnarnesbæjar og Yrkis arkitekta dags. 03.01.08 vegna Lækningaminjasafns á Seltjarnarnesi.

    Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
    (Málsnúmer: 2006050011 )
  2. Lagður var fram lóðarleigusamningur Seltjarnarnesbæjar dags. 26. nóvember 2007 og Lauga ehf. og Þreks ehf.

    Samþykkt samhljóða.
    (Málsnúmer: 2007100094  )
  3. Lagt fram bréf dags. 14. janúar 2008 frá Sænsk íslenska ehf. þar sem bæjarfélaginu er boðið til sölu fasteign á jarðhæð að Austurströnd 6.

    Bæjarstjóra falið að skoða málið frekar.
    (Málsnúmer: 2008010038 )
  4. Lagður var fram tölvupóstur frá Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem fram kemur að skuld bæjarins við hljómsveitina skv. ársreikningi 2006 sé kr. 2.151.151.-

    Samþykkt gegn því að staðfest sé að um fullnaðaruppgjör sé að ræða.
    (Málsnúmer: 2007060010 )
  5. Lagt fram bréf Kvenfélags Seltjarnarness dags. 10. janúar 2008 með beiðni um styrk.

    Samþykkt að styrkja skv. venju.
    (Málsnúmer: 2008100030 )
  6. Lagt fram bréf SÍBS dags. 04.01.2008 með beiðni um styrk vegna kaupa á tækjabúnaði.

    Fjárhags- og launanefnd telur sér ekki fært að verða við erindinu.(Málsnúmer: 2008010033 )
  7. Lagt fram bréf Krabbameinsfélagsins dags. 17.12.07 með beiðni um styrk.

    Samþykkt 50.000 kr. styrkur.

            (Málsnúmer: 2007120055 )

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:35

 

 Ásgerður Halldórsdóttir (sign)              Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)               Jónmundur Guðmarsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?