Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

392. fundur 31. janúar 2008

392. fundur Fjárhags- og launanefndar  Seltjarnarness  var  haldinn  fimmtudaginn 31. janúar 2008 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson  og Lúðvík Hjalti Jónsson,  sem ritaði fundargerð.

            Þetta gerðist:

  1. Rætt var um aðgerðir sveitarfélaga í starfsmannamálum.

    Bæjarstjóra falið að leggja fram tillögu um aðgerðir á næsta fundi nefndarinnar í samræmi við umræður á fundinum.
  2. Fjallað var um samning Seltjarnarnesbæjar og Yrkis arkitekta dags. 03.01 2008 vegna Lækningaminjasafns á Seltjarnarnesi.  Afgreiðslu var frestað á síðasta fundi sbr. 9. tl. 391. fundar.

    Samþykkt samhljóða.
    (Málsnúmer: 2006050011 )
  3. Lagt fram bréf UMFÍ. dags. 15.01 2008 varðandi Unglingalandsmót UMFÍ sumarið 2010.

    Vísað til Æskulýðs- og íþróttaráðs.
    (Málsnúmer:  2008010043  )
  4. Lagt fram bréf Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands Impru, dags. 10. janúar 2008 með beiðni um styrk.

    Samþykkt samhljóða 90.000 kr. styrkur.
    (Málsnúmer: 2008020006  )
  5. Lagt fram bréf SHS dags. 22. janúar 2008 ásamt gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins b.s.

    Gjaldskrá staðfest samhljóða.

    (Málsnúmer: 2008010049 )
  6. Rætt var um hlutafé bæjarins í Eignarhaldsfélaginu Fasteign ehf.

    Bæjarstjóra falið að óska eftir tilboði í hlut bæjarins.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:20

 

Ásgerður Halldórsdóttir (sign)              Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)               Jónmundur Guðmarsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?