Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

267. fundur 04. maí 1999

Mætt: Inga Hersteinsdóttir, Högni Óskarsson og Jónmundur Guðmarsson (fyrir Ernu) ennfremur bæjarstjóri er ritaði fundargerð.

1.    Bæjarstjóri gerði grein fyrir Rammaáætlun 2000 en ljóst er að erfitt verður að ná endum saman.

Nefndin mun skoða rammann milli funda og fá frekari upplýsingar um útreikningana.

2.    Erindi Magnúsar Georgssonar framkvæmdastjóra Íþróttamiðstöðvar varðandi breytingar á lífeyrismálum.

Samkvæmt samningum er ekki hægt að verða við erindinu.

3.    Erindi        Marteins Jóhannssonar, yfirkennara.

Samþykkt að Marteinn Jóhannsson fái hlutfallslega sömu hækkun og aðrir kennarar miðað við kennslu.

4.    Lagt fram erindi Starfsmannafélags Seltjarnarness v/launamála.

Frestað.

5.    Lagt fram bréf ófaglærðs starfsfólks leikskóla dags. 3. maí.

Frestað.

6.    Lagt fram erindi Brunavarðafélags Reykjavíkur um ferðastyrk. Bæjarstjóra falið að afgreiða málið í samræmi við umræðu á fundinum.

7.    Lagt fram erindi D/b kt.030939-3019.   

Samþykkt að fella niður 50% af fasteignagjöldum 1998.

 

Fundi slitið kl.18:15. Sigurgeir Sigurðsson (sign)

Inga Hersteinsdóttir (sign)

Jónmundur Guðmarsson (sign)         

Högni Óskarsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?