Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

263. fundur 16. febrúar 1999

Mættir af nefndarmönnum: Inga Hersteinsdóttir og Högni Óskarsson, en Erna Nielsen var forfölluð. Bæjarstjóri ritaði fundargerð.

Frá skólanefnd mættu Jónmundur Guðmarsson, Árni Ármann Árnason, Gunnar Lúðvíksson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundurinn var með kennurum Mýrarhúsa- og Valhúsaskóla vegna ólíkrar túlkunar á nýgerðum samningi við kennara. Báðir aðilar gerðu grein fyrir sjónarmiðum sínum. Fundi frestað kl.16:00.

Fundi fram haldið í fundarsal bæjarstjórnar kl.17:00 og var samninganefnd leikskólakennara þá mætt til fundar.

Fjárhagsnefnd lagði fram hugmynd að samkomulagi sem leikskólakennarar samþykktu.

Leikskólakennarar véku af fundi kl.18:15.

Bandalag ísl. skáta vegna ferðar skáta til Chile.
Samþykkt að senda erindið til ÆSÍS til afgreiðslu.

Skógarmenn KFUM v/byggingastyrks. Sent ÆSÍS til afgreiðslu.

Erindi Slysavarnarfélags Íslands v/ráðstefnu um öryggi í umhverfinu. Samþykkt kr.20.000.

Erindi Ísl. fjallahjólaklúbbsins um styrk v/Hjólaþings.
Sent ÆSÍS til afgreiðslu.

Golfklúbbur Ness v/byggingagjalda nýbyggingar.
Samþykkt.

Erindi Reykjavíkurprófastsdæmis v/Kristintökuafmælis, en sótt er um 750.000 1999 og 750.000 árið 2000.
Samþykkt að veita kr.500.000 hvort ár um sig.

Krabbameinsfélag Reykjavíkur vegna reykingavarna í skólum á Seltjarnarnesi kr.50.000.
Samþykkt.

Starfsmannafélag Seltjarnarness v/afmælis félagsins í ár.
Frestað.

Fundi slitið kl.18:45. Sigurgeir Sigurðsson (sign)

Inga Hersteinsdóttir (sign)      

Högni Óskarsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?