Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

394. fundur 11. mars 2008

394. fundur Fjárhags- og launanefndar  Seltjarnarness  var  haldinn þriðjudaginn 11. mars 2008 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Stefán Pétursson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson  og Lúðvík Hjalti Jónsson,  sem ritaði fundargerð.

            Þetta gerðist:

 1. Rætt var um sameiginlega árshátíð allra starfsmanna bæjarins sbr. 13. tl. 393. fundar.  Samþykkt að veita styrk að fjárhæð 4,5 millj. kr. til sameiginlegrar árshátíðar starfsmanna árið 2008.
  Vísað til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.
 2. Bæjarstjóri greindi frá fyrirhuguðu uppgjöri Seltjarnarnesbæjar og IAV vegna sölu byggingarréttar á Hrólfsskálamel á grundvelli samnings aðila frá 11. apríl 2006.
  Bæjarstjóra falið að ganga frá uppgjöri ÍAV við Seltjarnarnesbæ þ.m.t. vegna Lýsislóðar.
  (Málsnúmer:  2006110062 )
 3. Lögð fram drög að menningarstefnu Seltjarnarnesbæjar.(Málsnúmer:  2006030018 )
 4. Lagður var fram samningur Seltjarnarnesbæjar og Gagarín ehf. um gagnvirkar lausnir og kynningar fyrir tölvustanda,  dags. 7. mars 2008.
  Samþykkt samhljóða.
  (Málsnúmer:  2006010004 )
 5. Lagður var fram ársreikningur Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins, SHS fasteigna ehf. og Almannavarna Höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2007.
  (Málsnúmer: 2008020073 )
 6. Lagður var fram ársreikningur Sorpu bs. fyrir árið 2007.
  (Málsnúmer: 2008030004 )
 7. Lagt fram erindi dags. 7. mars s.l. vegna forvarnarstarfs læknanema með beiðni um styrk.
  Samþykkt 50.000 kr. styrkur.
  (Málsnúmer:  2008030015 )

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:20

Ásgerður Halldórsdóttir (sign)              Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Stefán Pétursson (sign)            Jónmundur Guðmarsson (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?