Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

21. apríl 2008

396. fundur Fjárhags- og launanefndar  Seltjarnarness  var  haldinn þriðjudaginn 21. apríl 2008 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Stefán Pétursson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson  og Lúðvík Hjalti Jónsson,  sem ritaði fundargerð.

            Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs, dags. 18.04. 2008 með beiðni um tímabundna sérskennslu fyrir barn á leikskólanum Mánabrekku.
    Samþykkt samhljóða og vísað til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.
    (Málsnúmer : 2008040003)
  2. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs, dags. 18.04.2008 vegna framkvæmda við endurnýjun skólalóðar Grunnskóla Seltjarnarness – Mýrarhúsaskóla.
    Samþykkt að bæta 30 mkr. við fjárhagsáætlun ársins og vísað til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.
    (Málsnúmer: 2007020007)
  3. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra fjárhags- og stjórnsýslusviðs, dags. 18.04.2008, þar sem lagt er til að Launanefnd sveitarfélaga verði falið umboð til að semja við Félag ísl. fræða.
    Samþykkt samhljóða.
    (Málsnúmer:  2008040080)
  4. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra fjárhags- og stjórnsýslusviðs með tillögu um að sett verði á laggirnar þjónustuver á 1. hæð bæjarskrifstofu.
    (Málsnúmer :  2008040086)
  5. Lagt fram drög að þjónustusamningi um samstarf og rekstur sameiginlegrar afgreiðslu
    Þreks ehf. og Sundlaugar Seltjarnarness.
    Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi við Þrek ehf um rekstur sameiginlegrar afgreiðslu.
    (Málsnúmer :  2008040084)
  6. Lagt fram bréf umhverfisnefndar Seltjarnarness með ósk um viðbótarfjármagn vegna “Græn tunnu” verkefnisins.
    Samþykkt og vísað til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.
    (Málsnúmer :  2008040010)
  7. Lagt fram bréf Samgönguráðuneytisins, dags. 31.03.2008 ásamt áætlun um úthlutun Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir árið 2008 til Seltjarnarnesbæjar.
    (Málsnúmer :  2008040019)
  8. Lagt fram bréf formanns Starfsmannafélags Seltjarnarness, dags. 01.04.2008 vegna starfsmannamála.
    (Málsnúmer :  2008040076)
  9. Lagt fram bréf Krabbameinsfélags Íslands og nokkurra styrktaraðila vegna átaksverkefnis í greiningu brjóstakrabbameins.
    Samþykkt að taka þátt í verkefninu.
    (Málsnúmer :  2008040091)
Fundargerð upplesin og samþykkt.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:40

 

Ásgerður Halldórsdóttir (sign)              Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Stefán Pétursson (sign)            Jónmundur Guðmarsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?