Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

340. fundur 22. janúar 2004

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Á fundinn mætti Guðmundur Snorrason, löggiltur endurskoðandi og gerði grein fyrir greinargerð sinni um fjárhagsstöðu Seltjarnarnesbæjar miðað við árslok 2002. Gerð var grein fyrir lykiltölum og samanburði við nokkur sveitarfélög.

2. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra félagsþjónustu, dags. 04.11.03, sbr. 5. tl. 339. fundar.
Bæjarstjóra falið að svara erindinu.

3. Lagt fram bréf skólaliða í Valhúsaskóla, dags. 26.11.03.
Einnig lagt fram drög að svarbréfi sem samþykkt var að senda með þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum.

4. Lagt var fram minnisblað grunnskólafulltrúa, dags. 20.11.03 um niðurfellingu á skammtímaleyfi kennara.
Fjárhags- og launanefnd fellst á tilllöguna en telur rétt að miða við að skammtímaleyfi falli ekki þegar í stað niður heldur frá og með næsta skólaári, þ.e. 1. ágúst 2004 á grundvelli ábendingar skólanefnar.

5. Lagt fram bréf kvennaráðgjafarinnar, dags. 18.12.03 með ósk um styrk.
Erindinu vísað til félagsmálaráðs.

6. Lagt fram bréf Krabbameinsfélagsins, dags. 09.12.03 með ósk um styrk.
Erindinu vísað til félagsmálaráðs.

7. Lagt fram bréf Götusmiðjunnar, dags. í nóvember ´03 með ósk um styrk.
Erindinu vísað til félagsmálaráðs.

8. Lagt fram bréf Kennaraháskóla Íslands, dags. 04.12.03 með ósk um styrk.
Erindinu frestað.

9. Lagt fram bréf Klúbbsins Geysis, dags. 04.12.03 með ósk um styrk.
Erindinu vísað til félagsmálaráðs.

10. Lagt fram bréf Svifflugfélags Íslands, dags. 14.01.04 með ósk um styrk.
Erindinu vísað til ÆSÍS.

11. Lögð fram rekstraráætlun Sorpu bs. fyrir árið 2004.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:15

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?