Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

19. ágúst 2008

399. fundur Fjárhags- og launanefndar  Seltjarnarness  var  haldinn þriðjudaginn 19. ágúst  2008 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Stefán Pétursson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson  og Lúðvík Hjalti Jónsson,  sem ritaði fundargerð.

            Þetta gerðist:

 1. Lagt var fram yfirlit yfir þróun rekstrar bæjarsjóðs Seltjarnarness 2002-2007.
  (Málsnúmer :  2008080031  )
 2. Lagt var fram yfirlit yfir fjölda stöðugilda skipt á einstök svið árin 2004-2008.
  (Málsnúmer:  2008060031  )
 3. Lagt var fram minnisblað framkvæmdastjóra fjárhags- og stjórnsýslusviðs, dags. 06.08. 2008 vegna reglna um einkennisfatnað sbr. 4. tl.395. fundar.
  Samþykkt óbreytt fyrirkomulag.
  (Málsnúmer:  2008040053  )
 4. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra Strætó bs.. dags. 04.07. 2008 vegna hækkunar rekstrarkostnaðar fyrirtækisins.
  (Málsnúmer :  2008060001  )
 5. Lagt fram bréf  Hagvagna dags. 08.07. 2008 um lækkun verðbóta á verksamninga.
  (Málsnúmer : 2008070016   )
 6. Lagt var fram bréf Samgöngufyrirtækisins 5678910 ehf. dags. 07.07. 2008 vegna samgöngulausna á höfuðborgarsvæðinu.
  (Málsnúmer : 2008070010 )
 7. Lagður var fram ársreikningur Reykjanesfólkvangs fyrir árið 2007.
  (Málsnúmer : 2008070015  )
 8.  Lagt var fram bréf dags. 09.07. 2008 með beiðni um styrk vegna útlendingaútvarps.  Vísað til félagsmálaráðs
  með hliðsjón til samnings bæjarins við Alþjóðahús.                  
  (Málsnúmer :  2008070011  )
 9. Lagt var fram bréf Frístunda Íslands dags. 23.07. 2008 með ósk um styrk.      
  Samþykkt með fyrirvara um samþykki annarra sveitarfélaga sem hlut eiga að máli.
  (Málsnúmer : 2008070029 )
 10. Lagt var fram bréf B.Á. dags. 13.08. 2008 með ósk um styrk vegna Avon Walk for Breast Cancer.
  Samþykkt 50.000 kr. styrkur.
  (Málsnúmer : 2008080015 )

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:35

 

Ásgerður Halldórsdóttir (sign)              Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Stefán Pétursson (sign)                        Jónmundur Guðmarsson (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?