Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

16. september 2008

400. fundur Fjárhags- og launanefndar  Seltjarnarness  var  haldinn þriðjudaginn 16. september  2008 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson  og Lúðvík Hjalti Jónsson,  sem ritaði fundargerð.

            Þetta gerðist:

 1. Lögð fram endurskoðuð fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2008.  Bæjarstjóri gerði grein fyrir áætluninni.
  Endurskoðaðri fjárhagsáætlun vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  (Málsnúmer :  2008090047  )
 2. Lagt fram bréf Þyrpingar dags. 25/08/08 varðandi deiliskipulag við Bygggarða/Sefgarða.    Erindinu vísað til Skipulags- og mannvirkjanefndar.
  (Málsnúmer:  2006010048  )
 3. Lagt var fram bréf leikskólafulltrúa dags. 11.09.08 með ósk um fjárveitingu vegna sérstuðnings fyrir barn í Mánabrekku.
  Samþykkt samhljóða. (Málsnúmer:  2008050055  )
 4. Rætt var um kjarasamningamál vegna starfsmanna bæjarins.
 5. Lagður var fram tölvupóstur framkvæmdastjóra íþrótta- og æskulýðssviðs með beiðni um aukafjárveitingu vegna búnaðarkaupa í stúkubyggingu.
  Bæjarstjóri gerði grein fyrir styrk sem Grótta fékk frá  KSÍ. að fjárhæð um 8 mkr..   Samkomulag liggur fyrir um að styrkurinn verði nýttur til búnaðarkaupa í stúku.
  (Málsnúmer : 2003090031   )
 6. Lögð fram drög að samningi Kópavogsbæjar og Strætó bs. um kaup á fargjöldum.
  (Málsnúmer : 2008090059 )
 7. Rætt var um fyrirhugaðan samning um lóðamál við Neströð.
  Bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu.
 8. Lögð var fram ársskýrsla Kirkjugarða Reykjavíkur fyrir árið 2007. 
  (Málsnúmer :  2008090003  )
 9. Lagt fram bréf dags. 21.08.08 frá Lauf – Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki með beiðni um styrk.
  Samþykkt 30.000 kr. styrkur.  (Málsnúmer : 2008090004 )
 10. Lagt fram bréf dags. 18.08.08 frá Félagi áhugafólks og aðstandenda Alsheimerssjúklinga með ósk um styrk vegna útgáfu bókar.
  Samþykkt 30.000 kr. styrkur. (Málsnúmer : 2008080025 )
 11. Greint var frá fjáröflunarátaki Mænuskaðastofnunar Íslands.
  Samþykkt 250.000 kr. styrkur.
 12. Lagt var fram bréf dags. 05.08.08 frá Dropanum – Styrktarfélagi barna með sykursýki með beiðni um styrk.
  Samþykkt 30.000 kr. styrkur.
  (Málsnúmer : 2008090025 )
 13. Lagt fram bréf dags. 11.09.08 frá Skotveiðifélagi Reykjavíkur með beiðni um styrk.
  Nefndin telur sér ekki fært að verða við erindinu.
  (Málsnúmer : 2008090030 )

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:15

 

Ásgerður Halldórsdóttir (sign)              Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)               Jónmundur Guðmarsson (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?