Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

341. fundur 18. febrúar 2004

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, dags. 02.02.2004 um bráðabirgðalífeyrisgjald vegna starfsmanna í LSR.
Fjárhags- og launanefnd staðfestir breytingarnar fyrir sitt leyti.

2. Lögð fram greinargerð bæjarlögmanns, dags. 20.01.2004 um lífeyrisskuldbindingar Seltjarnarneskaupstaðar vegna Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Bæjarstjóra falið að skoða efnisatriði málsins nánar.

3. Lagt fram bréf Selkórsins, dags. 21.01.2004 með ósk um styrk vegna söngferðalags.
Afgreiðslu frestað.

4. Lagt fram bréf Norrænafélagsins, dags. 31.10.2003 með ósk um styrk vegna Snorraverkefnis sumarið 2004.
Samþykktur styrkur að fjárhæð 100.000 kr.

5. Eignaskiptasamningur vegna Skólabrautar 3-5.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.

6. Efnistaka við Bolöldu, innheimta á hendur Ölfuss.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.

7. Bæjarstjóri upplýsti að hann væri að taka saman yfirlit um störf bæjarráða annarra sveitarfélaga.

8. Lagt var fram minnisblað leikskólafulltrúa, dags. 13.02.2004 um launaflokkaröðun háskólamenntaðra starfsmanna leikskóla.
Launaflokkaröðun háskólamenntaðra starfsmanna leikskóla verður leiðrétt frá upphafi ráðningar.

9. Lagt fram erindi Regnbogabarna, dags. 04.11.2003 með ósk um styrk sbr. 2. tl. 339. fundar.
Fjárhags- og launanefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu.

10. Lögð fram þriggja ára áætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2005-2007.
Samhljóða samþykkt að vísa áætluninni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 08:50


Ásgerður Halldórsdóttir (sign) Inga Hersteinsdóttir (sign)
Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign) Jónmundur Guðmarsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?