Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

342. fundur 11. mars 2004

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt var fram minnisblað grunnskólafulltrúa, dags. 09/03/04, vegna reiknilíkans grunnskóla ásamt úthlutun skv. reiknilíkaninu fyrir skólaárið 2004-2005.
Margrét Harðardóttir grunnskólafulltrúi mætti á fundinn og gerði grein fyrir útreikningum vegna reiknilíkansins. Fjárhags- og launanefnd samþykkir reiknilíkanið og vísar hækkun launakostn. skv. fyrirliggjandi útreikningum að fjárhæð 3,6 millj. til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.
Skólanefnd mun fjalla um áætlanir grunnskólanna á grundvelli úthlutunarinnar.

2. Lagt fram minnisblað leikskólafulltrúa dags. í mars s.l. vegna niðurgreiðslna til einkarekinna leikskóla.
Samþykkt að niðurgreiðslan verði 24.820 kr. á mánuði fyrir 6-7 klst. og 33.115 kr. fyrir 8-9 klst. á mán.

3. Á fundinn mættu Ingunn Þorláksdóttir, Alda Gunnarsdóttir og Ingólfur Klausen frá Starfsmannafélagi Seltjarnarness og kynntu sjónarmið félagsins gagnvart ýmsum málum. Símenntunaráætlun bæjarins verður kynnt á næsta fundi nefndarinnar.

4. Lagt fram bréf Selkórsins, dags. 21/01/04 með ósk um styrk vegna söngferðalags sbr. 3 tl. 341. fundar.
Samþykkt að styrkja um 200.000 kr.

5. Lögð fram drög að samningi við VSÓ ráðgjöf, dags. 08/03/04 vegna hönnunar gervigrasvallar.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir samningsdrögunum.
Bæjarstjóra falið að ganga frá samningnum.
Guðrún Helga Brynleifsdóttir situr hjá.

6. Lagt fram bréf SSH, dags. 12/02/04 vegna tónlistarskóla.
Samþykkt að halda óbreyttum stuðningi vegna nemenda í tónlistarskólum utan sveitarfélags út skólaárið 2003-2004, þrátt fyrir fyrri samþykktir sveitarstjórna um að óbreyttur stuðningur næði aðeins til síðustu áramóta.

7. Lagt fram bréf stjórnar Reykjanesfólksvangs, dags. 25/02/04, ásamt rekstrar- og framkvæmdaáætlun ársins 2004.

8. Lagt fram bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 03/02/04 með yfirliti yfir áætluð framlög sjóðsins 2004.

9. Lagt fram bréf starfsmanna leikskóla Seltjarnarness, dags. 26/02/04 með umsókn um ferðastyrk.
Samþykkt að veita styrk að fjárhæð 200.000 kr.

10. Lagt fram bréf HL stöðvarinnar, dags. 18/02/04 með ósk um rekstrarstyrk.
Samþykkt 30.000 kr. styrkur.

11. Lagt fram bréf Kennaraháskóla Íslands, dags. 04/12/03 með ósk um styrk vegna útgáfuverkefnis.
Fjárstyrk hafnað, en samþykkt að gera upplýsingar um skólastarf á Seltjarnarnesi aðgengilegt fyrir höfunda.

12. Lagt fram bréf SSH dags. 17/02/04, ásamt ársreikningi samtakanna fyrir árið 2003.


Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 09:30


Ásgerður Halldórsdóttir (sign) Inga Hersteinsdóttir (sign)
Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign) Jónmundur Guðmarsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?