Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

11. nóvember 2008

402. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var  haldinn þriðjudaginn 11. nóvember 2008 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Stefán Pétursson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Jónmundur Guðmarsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Farið yfir tilboð vegna símaþjónustu Seltjarnarnesbæjar.  Tvö tilboð bárust frá Símanum og Vodafone.  Samþykkt samhljóða að taka tilboði lægstbjóðenda, Vodafone.
    (Málsnúmer : 2008090076 )
  2. Lögð fram drög að reglum um tv einingar í Grunnskóla Seltjarnarness.  Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að taka málið upp á vettvangi SSH. Óskar Sandholt gerði grein fyrir liðum 1 og 2 og vék af fundi kl. 08:30.(Málsnúmer : 2008110017 )
  3. Lögð fram fjárhagsáætlun SHS fyrir árið 2009. (Málsnúmer : 2008090069 )
  4. Kynnt erindi Sprotasmiðjunnar frá 07.11.08 s.l. (Málsnúmer : 2008110023 )
  5. Lagt fram bréf NT, dags. 29.10.08 með ósk um styrk.   50.000 kr. styrkur samþykktur samhljóða. (Málsnúmer : 2008100067 )
  6. Lagt fram bréf Bjarmalundar, dags. 30.09.08 með ósk um styrk.  Vísað til félagsmálaráðs.
    (Málsnúmer : 2008100015 )

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:45

 

Ásgerður Halldórsdóttir (sign)          Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Stefán Pétursson (sign)                      Jónmundur Guðmarsson (sign)

 Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?