Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

15. október 2009

 

415. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness fimmtudaginn 15. október, 2009 kl. 08.00.

Fimmtudaginn 15. október 2009, kl. 08.00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir:  Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Stefán Pétursson. 

Auk þess sat fundinn: fjármálastjóri bæjarins Birgir Finnbogason.

           

Fyrir var tekið:

  1. BF lagði fram erindi um lækkun á fasteignagjöldum málsnr. 2009100028 dags. 09.10.09 ásamt greinagerð frá SA.  Samþykkt.
  2. BF lagði fram minnisblað um yfirdrátt bæjarins.
  3. Bréf ÁK/ÁHV dags. 28.09.09 málsnr. 2009090089. F&L hafnar erindinu.
  4. Bréf Crymogea ehf. varðandi boð um kaup á bókinni Flora Islandica málsnr. 2009100013.  F&L telur eigi unnt að verða við erindinu.
  5. Bréf Barnaheilla dags. 05.10.09 málsnr. 2009100014. Lagt fram.og sent til skóla- ÍTS- og félagsmálaráðs.
  6. Bréf frá Capacent varðandi stjórnsýsluúttektar málsnr. 2009030079. Fjármálastjóra falin afgreiðslu málsins í samræmi við umræður.
  7. Bréf KFUM varðandi styrk fyrir árið 2010 dags. 29.09.09 málsnr. 2009100009. F&L samþykkir 100 þús. og felur fjármálastjóra afgreiðslu þess.
  8. Bréf Björgunarsveitarinnar Ársæls dags. 16.09.2009 beiðni um rekstrarstyrk. Málsnr. 2009090090. Lagt fram og sent til ÍTS.
  9. HS lagði fram umsókn um sérkennslu fyrir börn í Mánabrekku dags. 28.09.09 málsnr. 2009070042. Samþykkt fjármálastjóra falin afgreiðslu málsins.
  10. Bæjarstjóri lagði fram drög að reglum um viðurkenningar á starfsafmælum málsnr. 2009090077. F&L samþykkir þær fyrir sitt leiti og vísar til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2009 og til staðfestingar í bæjarstjórn.
  11. Bæjarstjóri lagði fram upplýsingar varðandi greiðslur á hvatastyrkjum á árinu 2009.
  12. Málefni Strætó bs. Bæjarstjóri gerði grein fyrir umræðu um málefni Strætó bs.
  13. Bæjarstjóri lagði fram samkomulag um afnotasamning vegna herbergis að Skólabraut 3-5 fyrir hárgreiðsluþjónustu dags. 30.09.09.

 

Fundi slitið kl. 08:45

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?