Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

28. október 2009

416. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness miðvikudaginn 28. október, 2009 kl. 08.00.

Miðvikudagur 28. október 2009, kl. 08.00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir:  Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Stefán Pétursson. 

Auk þess sat fundinn: fjármálastjóri bæjarins Birgir Finnbogason.         

Fyrir var tekið. 

  1. Bréf samgönguráðuneytisins varðandi ársskýrslu Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 05.10.09 málsnr. 2009100049. Lagt fram.
  2. Bréf Brunabótafélags Íslands EBÍ dags. 12.10.09 um ágóðahlutagreiðslu ársins 2009 málsnr. 2009100038. Lagt fram.
  3. Bréf frá Fulltingi lögfræðiþjónustu þar sem fram koma upplýsingar um kröfulýsingafrest og upptalning fjármálafyrirtækja málsnr. 2009100052. Lagt fram.
  4. Bréf  LEX lögmannastofu til sveitarstjórnarmanna á höfuðborgarsvæðinu varðandi kvörtun vegna samkomulags Sorpstöðvar Suðurlands bs og Sorpu bs dags. 21.10.09 málsnr. 2009100054. Lagt fram.
  5. Bréf frá The Supreme Master Ching Hai dags. 07.10.09 málsnr. 2009100055. F&L telur eigi unnt að verða við erindinu.
  6. Bréf Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins dags. 08.10.09 beiðni um umsögn við spurningum vinnuhóps um endurskoðun jarða- og ábúðarlaga. Bæjarstjóra falið að gera umsögn.
  7. Bréf Neytendasamtakanna dags. 13.10.09 málsnr. 2009100037 beiðni um styrk. F&L frestar erindinu fram í janúar 2010.
  8. Bréf dags. 16.10.09 beiðni um stuðning við Snorraverkefnið sumarið 2010 málsnr. 2009100041. F&L frestar erindinu fram í janúar 2010.
  9. Bréf stjórnar Reykjanesfólkvangs dags. 12.10.09 varðandi verkefnið Eldfjallagarður málsnr. 2009100036. F&L tekur jákvætt undir hugmyndir VSÓ ráðgjafar en telur rétt að fjallað verði um verkefnið hjá SSH.
  10. BF gerði grein fyrir niðurfellingu á atvinnulóðaleigu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna ársins 2009 og 2008 málsnr. 2009090072. F&L samþykkir niðurfellinguna.
  11. BF gerði grein fyrir stöðu endurskoðunar á fjárhagsáætlun 2009.
  12. Bæjarstjóri lagði fram bréf dags. 29.09.09 frá BF, OM og OS varðandi úrsögn úr Starfsmannafélagi Seltjarnarness málsnr. 2009100061. Lagt fram.
  13. Bæjarstjóri lagði fram bréf frá BF, OM og OS varðandi endurskoðun á launakjörum málsnr. 2009100051. Frestað til næsta fundar.
  14. Bréf frá BF dags. 23.10.09 beiðni um tímabundna lausn frá störfum án launa. F&L sér sig ekki fært að verða við erindinu.  Bæjarstjóra falið að gera ráðstafanir þegar í stað til að mæta þessu.

Fundi slitið kl. 8:55

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?