Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

12. janúar 2010
420. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness þriðjudaginn 12. janúar, 2010 kl. 13:00.

Þriðjudaginn 12. janúar 2010, kl. 13:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Stefán Pétursson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir boðaði forföll, Guðrún Helga Brynleifsdóttir. 

Auk þess sátu fundinn: Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri,Gunnar Lúðvíksson verkefnastjóri bæjarins, Óskar Sandholt og Stefán Bjarnason.        

Fyrir var tekið:

  1. Óskar Sandholt kynnti greinargerð um öryggismyndavélar fyrir bæjarfélagið.
    ÓS þakkað fyrir greinargóða skýrslu um málið..
  2. Minnisblað deildarstj.fjármála- og stjórnsýslusviðs SB varðandi afslætti elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignagjöldum 2010, dags. 06.01.2010, málsnr. 2010010034/111.4.
    Samþykkt.
  3. Bréf frá Krabbameinsfélaginu 17.12.09, beiðni um styrk, málsnr. 2009120032.
    Samþykkt kr. 50.000,-
  4. Bréf Neytendasamtakanna dags. 13.10.2009 beiðni um styrk, málsnr. 2009100037.
    F&L samþykkir kr. 50 þús sem framlag fyrir árið 2010.
  5. Bréf dags. 16.10.2009 varðandi Snorraverkefni, málsnr. 2009100041.
    F&L samþykkir að leggja verkefninu lið og styrkja kr. 50 þús á árinu 2010.
  6. GF lagði fram reglur um endurgreiðslur líkamsræktarkostnaðar til starfsmanna Seltjarnarnesbæjar, málsnr. 2010010028.
    Samþykkt.
  7. Bréf frá ÓE dags.11.01.2010 málsnr. 2010010048.
    Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu, F&L vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjóra miðað við umræður á fundinum.
  8. Bréf frá ÓE dags. 12.01.2010, málsnr. 2010010052.
    Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. F&L og vísar afgreiðslu þess til næsta fundar.
  9. Gjaldskrá vegan ljósritunar o.fl. á bæjarskrifstofum Seltjarnarneskaupstaðar  frá 01.02.2010 lagðar fram, málsnr. 2010010049.
    Samþykkt.
  10. Bæjarstjóri ræddi gjaldskrárbreytingar sem tóku gildi 1. janúar 2010 og gerði grein fyrir máli, málið rætt.
    F&L felur bæjarstjóra að afgreiða málið í samræmi við umræður á fundinum.
  11. Bréf félags- og tryggingamálaráðuneytisins varðandi uppfærslu grunnfjárhæðar vegna fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga, dags. 15.12.09. 
    Lagt fram.
  12. Bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins varðandi áætlun um úthlutun framlaga vegna nýbúafræðslu á árinu 2010, dags. 14.12.09.  málsnr. 2009090043.
    Lagt fram.
  13. Bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins varðandi áætlun um úthlutun framlaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2010,  dags. 14.12.09.  málsnr. 2009090042.
    Lagt fram.
  14. Bréf félags- og tryggingamálaráðuneytisins varðandi uppfærslu grunnfjárhæða vegna fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga, dags. 15.12.09.  2009120131.
    Lagt fram.
  15. Bréf mennta- og menningarmálaráðuneytisins varðandi samræmdra könnunarprófa í 4., 7. óg 10 bekk haustið 2010 dags. 07.01.2010 málsnr. 20100010047.
    Lagt fram.

 

 

Fundi slitið kl. 14.10

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?