Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

18. febrúar 2010

Fimmtudaginn 18. febrúar 2010, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Stefán Pétursson,formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir og Guðrún Helga    Brynleifsdóttir. 

Auk þess sátu fundinn: Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson verkefnastjóri fjárhags- og stjórnsýslusviðs.

         

Fyrir var tekið:

 1. Bréf frá HR og BÓ lagt fram varðandi afslátt til starfsmanna leikskóla á leikskólagjöldum, dags. 04.02.2010, málsnúmer 2010020032.
  F&L vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjóra m.v. umræður á fundinum.
 2. Bréf um endurnýjun á aðild að Ferðamálasamtökum höfuðborgarsvæðisins (FSH), dags. 15.02.2010, málsnúmer 2010020075.
  Samþykkt
 3. Erindi frá Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs, málsnúmer 2010020107
  F&L samþykkir  kr. 100 þús sem framlag fyrir árið 2010.
 4. Bréf frá Yfirfasteignamatsnefnd dags.30.10.2009, málsnúmer 200903080. SB kynnir málið.
  Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.
 5. Bréf frá Leiklistarfélagi Seltjarnarness, dags. 08.02.2010, málsnúmer 2010020045.
  F&L samþykkir  kr. 150 þús sem framlag fyrir árið 2010.
 6. GL upplýsir um breytingu á vsk og breytingu á tryggingargjaldi frá 1.01.2010.
  GL gerði grein fyrir málinu.
 7. Bréf frá Gámaþjónustunni hf., dags. 02.02.2010, málsnúmer 2010020039.
  Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.
 8. Bréf Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis, dags. 29.01.2010 varðandi umsögn um gjaldskrá vegna hundahalds á Seltjarnarnesi, málsnúmer 2010020038.
  Lagt fram, og vísað til afgreiðslu fjármálastjóra
 9. Bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins dags. 28.01.2010 varðandi Sjúkratryggingar Íslands, málsnúmer 2010020037.
  Lagt fram.
 10. Bréf Lánasjóðs Sveitarfélaga dags. 24.01.2010, um heimild fyrir því að lánasjóðurinn birti upplýsingar um stöðu lána sveitarfélagsins hjá sjóðnum, málsnúmer 2010020035.
  F&L vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar
 11. Bréf Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins, dags. 21.01.2010, tilnefning í stjórn, málsnúmer 2010010104.
  Tilnefnd Ellen Calmon.
 12. Bréf leikskólastjóra bæjarins varðandi umsókn um styrk til íþróttakennslu fyrir 5 ára born í leikskólum Seltjarnarness á vorönn 2010, dags. 20.01.2010, málsnúmer 2010010097.
  F&L vísar bréfinu til Skólanefndar
 13. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 21.01.2010 þar sem vakin er athygli sveitarstjórna á hjálparstarfs á Haítí, málsnúmer 2010010094.
  Lagt fram.
 14. Bréf frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins dags. 15.01.2010 varðandi gjaldskrá samkvæmt heimild í 3. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 þegar þarf að beita þvingunarúrræðum og/eða viðurlögum, málsnúmer 2010010086
  F&L vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar
 15. Bréf leikskólastjóra Mánabrekku dags. 12.01.2010 umsókn um stuðning samkv. minnisblaði, málsnúmer 2009020042.
  Samþykkt.
 16. Bréf ÓE frá síðasta fundi, málsnúmer 2010010048.
  F&L vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjóra m.v. umræður á fundinum.
 17. Beiðni um styrk vegna námsferðar 10. bekkinga í Valhúaskóla, sbr. minnisblað dags. 07.01.2010, málsnúmer 2010010080.    
  F&L sér sig ekki fært að verða við erindinu.
 18. Bréf frá Valhúsaskóla varðandi verkefnið “One smile makes all languages sound the same” beiðni um ferðastyrk, dags. 15.02.2010, málsnúmer 2010020108
  F&L sér sig ekki fært að verða við erindinu.
 19. Minnisblað frá SÁ og AÞÞ varðandi Lækningagrasagarðs, dags. 17.02.2010, málsnúmer 2009060035.
  Samþykkt og vísað til endurskoðaðrar fjáhagsáætlunar 2010

 

       Fundi slitið kl. 8:50

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?