422. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness fimmtudaginn 11. mars, 2010 kl. 08:00.
Fimmtudaginn 11. mars 2010, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Stefán Pétursson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir.
Auk þess sátu fundinn: Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri,Gunnar Lúðvíksson
verkefnastjóri fjárhags- og stjórnsýslusviðs.
Fyrir var tekið:
- Bréf frá Starfsmannafélagi Seltjarnarness dags. 10.03. 2010, varðandi líkamsrætarstyrki, málsnr. 2010030027.
F&L felur fjármálastjóra að upplýsa um áður samþykktar reglur. - Fjármálastjóri upplýsti um verðkönnun varðandi vátryggingar bæjarins.
Samþykkt að tryggja áfram hjá núverandi vátryggingarfélagi til ársloka 2010. - Bréf frá Momentum dags. 30.01.2010 varðandi innheimtu krafna, málsnr. 2010030019. Lagt fram.
- Bréf Umhverfisráðuneytisins dags. 02.03.2010, dagur umhverfisins 2010 – viðburðir og viðurkenningar, málsnr. 2010030020. Lagt fram.
- Bréf ETG varðandi kaup á íbúð á Skólabraut 5, dags. 08.03.2010, málsnr. 2010030024.
F&L sér sig ekki fært að verða við erindinu. - Bæjarstjóri leggur til að stofnaður verði 3 manna starfshópur til að leggja fram tillögur til F&L að siðareglum kjörinn fulltrúa Seltjarnarnesbæjar.
Hópinn skipa Óskar J. Sandholt formaður, staðgengill bæjarstjóra, Sunneva Hafsteinsdóttir bæjarfulltrúi Neslistans og Lárus B. Lárusson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. F&L samþykkir ofangreinda tillögu. - Bréf frá framkvæmdastjóra fræðslu og menningarsviði varaðndi fjármagn í sérverkefni sjá greinargerð dags. 04.03.2010, málsnr. 2010020076.
Samþykkt og vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar - Bréf Rannís, beiðni um styrk til Nýsköpunarsjóðs námsmanna dags. 26.02.2010, málsnr. 2010030008.
F&L sér sig ekki fært að verða við erindinu. - Ársreikningur Strætó bs fyrir árið 2009, málsnr. 2009090023. Lagt fram.
- Ársreikningur Slökkviliðs höguðborgarsvæðisins 2009, málsnr. 2010030007. Lagt fram.
- Bréf frá Björgunarsveitinn Ársæls varðandi beiðni um styrk dags. 25.02.2010, málsnr. 2010020120.
Samþykkt kr. 100.000,- - Bréf Þyrpingar dags. 15.02.2010, málsnr. 2010020095.
F&L sér sig ekki fært að verða við erindinu. - Bæjarstjóri gerði grein fyrir helstu forsendum og niðurstöðum fjárhagsáætlunar fyrir árin 2011-2013.
F&L vísar áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn. - Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 45/1998 með síðari breytingum. Lagt fram.
Fundi slitið kl. 8.35