Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

11. mars 2010
422. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness fimmtudaginn 11. mars, 2010 kl. 08:00.

Fimmtudaginn 11. mars 2010, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Stefán Pétursson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir. 

Auk þess sátu fundinn: Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri,Gunnar Lúðvíksson

verkefnastjóri fjárhags- og stjórnsýslusviðs.    

Fyrir var tekið:

  1. Bréf frá Starfsmannafélagi Seltjarnarness dags. 10.03. 2010, varðandi líkamsrætarstyrki, málsnr. 2010030027.
    F&L felur fjármálastjóra að upplýsa um áður samþykktar reglur.
  2. Fjármálastjóri upplýsti um verðkönnun varðandi vátryggingar bæjarins.
    Samþykkt að tryggja áfram hjá núverandi vátryggingarfélagi til ársloka 2010.
  3. Bréf frá Momentum dags. 30.01.2010 varðandi innheimtu krafna, málsnr. 2010030019. Lagt fram.
  4. Bréf Umhverfisráðuneytisins dags. 02.03.2010, dagur umhverfisins 2010 – viðburðir og viðurkenningar, málsnr. 2010030020.  Lagt fram.
  5. Bréf ETG varðandi kaup á íbúð á Skólabraut 5, dags. 08.03.2010, málsnr. 2010030024.
    F&L sér sig ekki fært að verða við erindinu.
  6. Bæjarstjóri leggur til að stofnaður verði 3 manna starfshópur til að leggja fram tillögur til F&L að siðareglum kjörinn fulltrúa Seltjarnarnesbæjar.
    Hópinn skipa Óskar J. Sandholt formaður, staðgengill bæjarstjóra, Sunneva Hafsteinsdóttir bæjarfulltrúi Neslistans og Lárus B. Lárusson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. F&L samþykkir ofangreinda tillögu.
  7. Bréf frá framkvæmdastjóra fræðslu og menningarsviði varaðndi fjármagn í sérverkefni sjá greinargerð dags. 04.03.2010, málsnr. 2010020076.
    Samþykkt og vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar
  8. Bréf Rannís, beiðni um styrk til Nýsköpunarsjóðs námsmanna dags. 26.02.2010, málsnr. 2010030008.
    F&L sér sig ekki fært að verða við erindinu.
  9. Ársreikningur Strætó bs fyrir árið 2009, málsnr. 2009090023. Lagt fram.
  10. Ársreikningur Slökkviliðs höguðborgarsvæðisins 2009, málsnr. 2010030007.  Lagt fram.
  11. Bréf frá Björgunarsveitinn Ársæls varðandi beiðni um styrk dags. 25.02.2010, málsnr. 2010020120.
    Samþykkt kr. 100.000,-
  12. Bréf Þyrpingar dags. 15.02.2010, málsnr. 2010020095.
    F&L sér sig ekki fært að verða við erindinu.
  13. Bæjarstjóri gerði grein fyrir helstu forsendum og niðurstöðum fjárhagsáætlunar fyrir árin 2011-2013.
    F&L vísar áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
  14. Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 45/1998 með síðari breytingum. Lagt fram.

 

Fundi slitið kl. 8.35

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?