Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

04. júní 2010

426. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness föstudaginn 4. júní, 2010 kl. 08:00.

Föstudaginn 4. júní 2010, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Stefán Pétursson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir og Guðrún Helga Brynleifsdóttir.

Auk þess sátu fundinn: Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri.

Fyrir var tekið:

 1. Bréf framkvæmdastjóra FMÞ varðandi úthlutunarlíkan vegna starfsemi Grunnskóla Seltjarnarness skólaárið 2010-2011, dags. 26.05.2010,málsnúmer 2010020112.

 2. Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu, forsendur samþykktar fyrir árið 2010-2011.
 3. Bréf HSA dags. 11.05.2010 varðandi heimgreiðslur, málsnúmer. 2010050031.
 4. F&L telur ekki unnt að verða við erindinu.
 5. Bréf IÓJ og ÓG dags. 11.05.2005 Skerjabraut 3a, málsnúmer 2008100023.
  F&L telur ekki unnt að verða við erindinu.
 6. Bréf frá EBÍ Brunabót dags. 06.05.2010 varðandi Styrktarsjóð EBÍ, málsnúmer 2010050040.
  Lagt fram.
 7. Bréf Strætó bs. dags. 14.05.2010, varðandi fjárveitingu á breytingu á leiðum, málsnúmer 2010050035.
  F&L samþykkir þátttöku á grundvelli fyrirliggjandi minnisblaðs forstjóra Strætó og vísar þeim hluta fjármögnunar kr. 1,53 milljónir fyrir leið 13, sem fellur til á þessu ári til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.
 8. Bréf Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum varðandi styrk vegna útgáfu ferðahandbókar, dags. 07.05.2010, málsnúmer 2010050041.
  F&L telur eigi unnt að verða við erindinu.
 9. Bréf SÁÁ dags. 29.04.2010 beiðni um styrk vegna sölu á Álfinum – fyrir unga fólkið, málsnúmer 2010050042.
  Samþykkt 25. þús.
 10. Bréf 18.05.2010 frá PWC varðandi Húsaleigukönnun atvinnuhúsnæðis málsnúmer 2010050038.
  Lagt fram.
 11. Ársreikningur SORPU vegna ársins 2009, málsnúmer 2009090035.
  Lagt fram.
 12. Sumarátak sumarið 2010. GL lagði fram viðbótar upplýsingar varðandi fjölda umsókna og heildarkostnað vegna sumarsins, málsnr. 2010030053.
  Samþykkt aukafjárveiting og vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.  

 

Formaður Stefán Pétursson þakkaði nefndarmönnum, bæjarstjóra og fjármálastjóra mjög ánægjulegt samstarf á kjörtímabilinu.

.

Fundi slitið kl.9:10

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?