Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

21. júní 2011

440. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness þriðjudaginn 21. júní, 2011 kl. 08:00.

Þriðjudaginn 21. júní 2011, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Margrét Lind

Ólafsdóttir.

Áheyrnarfulltrúi: Árni Einarsson.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, Snorri Aðalsteinsson

Félagsmálastjóri, Stefán Eiríkur Stefánsson sat fundinn undir lið 1. og Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri sem ritaði fundargerði í tölvu.

Bréf sem borist hafa frá :

  1. Málsnúmer 2011010096.
    Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins kynnir drög að áhættumati fyrir Seltjarnarness og samantektina fyrir höfuðborgarsvæðið sem unnið hefur verið að í vetur.
    F&L þakkar Jóni Viðari Matthíassyni slökkviliðsstjóra greinargóða kynningu.
  2. Málsnúmer 2011060005.
    Bréf frá ÞKÞ dags. 24.05.2011 varðandi beiðni um styrk fyrir Iðju/dagvist á Siglufirði.
    Samþykkt kr. 50. þús.
  3. Málsnúmer 2011050041.
    Bréf frá Icefitness ehf., dags. 18.05.2011 varðandi beiðni um styrk fyrir verkefnið „Skólahreysti“.
    Samþykkt kr. 50. þús.
  4. Málsnúmer 2011060025.
    Ársskýrsla Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) 2010.
    Lögð fram.
  5. Málsnúmer 2011060026.
    Bréf frá Vegagerðinni dags. 09.06.2011 varðandi vinnusvæðamerkingar í þéttbýli.
    Orðsending nr. 02/2011 um vinnusvæðamerkingar og févíti samkvæmt reglugerð nr. 492/2009 lögð fram og vísað til meðferðar bæjarverkfræðings.
  6. Málsnúmer 2009010091.
    Fyrirspurn varðandi lóð 117-499, Neströð 7.
    Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.
  7. Málsnúmer 2011040042.
    Bréf Radda, samtaka um vandaðan upplestur og framsögn dags. 15.04.2011 varðandi skólabókasöfn í landinu.
    Lagt fram.
  8. Félagsmálastjóri gerði grein fyrir þróun atvinnuleysis, fjárhagsaðstoðar og húsaleigubóta undanfarna mánuði.
  9. Bréf Óbyggðanefndar dags. 05.05.2011 varðandi mörk sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem til meðferðar eru hjá óbyggðanefnd.
    Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.
  10. Bréf frá Landsnet dags. 21.03.2011 varðandi Kerfisáætlun 2010, Orkujöfnuður 2012 og afljöfnuður 2013/14.
    Lagt fram.
  11. Málsnúmer 2011050016.
    Lögð fram tillaga að gjaldskrá Tónlistarskóla Seltjarnarness skólaárið 2011-2012.
    Fjármálastjóri gerði grein fyrir gjaldskránni. F&L samþykkir hana fyrir sitt leyti.
  12. Málsnúmer 2011060039.
    Lögð fram drög að þjónustusamningi við SÁÁ, samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann kt. 671077-0169.
    Bæjarstjóri gerði grein fyrir samningum. F&L samþykkir að bæjarstjóri vinni áfram að málinu.
  13. Lögð fram ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis fyrir árin 2010.
  14. Lagt fram til kynningar vinnuskjal til leiðbeiningar vegna niðurlagningar starfa við stofnanir Seltjarnarnesbæjar.
  15. Málsnúmer 2011060040.
    „Meðan fæturnir bera mig.“
    Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.
    Samþykkt að styrkja um kr. 50. þús.
  16. Félagsmálastjóri gerði grein fyrir stöðu á húsnæði Sæbraut 2.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 9:35

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?