433. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness fimmtudaginn 22. september, 2011 kl. 08:00.
Fimmtudaginn 22. september 2011, kl. 08:05 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Guðmundur Magnússon, Sigrún Edda Jónsdóttir og Margrét Lind Ólafsdóttir Áheyrnarfulltrúi: Árni Einarsson boðaði forföll. Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Fyrir var tekið:
- Málsnúmer 2011090011.
Bréf SSH varðandi tillögur verkefnahóps um samstarf sveitarfélaganna um sorphirðu dags. 05.09.2011.
F&L tekur undir tillögur hópsins um samvinnu sveitarfélaga varðandi frekari flokkun sorps á næstu árum. F&L vísar tillögunum til umhverfisnefndar til umsagnar og til frekari umræðu í bæjarstjórn. - Málsnúmer 2011080051.
Bréf SSH varðandi tillögur verkefnahóps um ferðaþjónustu fatlaðs fólks, dags. 05.09.2011.
F&L tekur undir tillögur hópsins um að efnt verði til samvinnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um útboð á ferðaþjónustu fyrir fatlaða. F&L vísar tillögunum til frekari umræðu í félagsmálaráð og bæjarstjórn . - Málsnúmer 2011090012.
Bréf SSH varðandi tillögur verkefnahóps vegna samstarfs á sviði stoðþjónustu, dags. 05.09.2011.
F&L telur á þessu stigi ekki tímabært að móta frekar hugmyndir að samvinnu allra sveitarfélaga um stoðþjónustu en telur að samvinna einstakra sveitarfélaga um afmörkuð verkefni geti verið áhugaverð. F&L vísar tillögunum til frekari umræðu í bæjarstjórn. - Málsnúmer 2011080050.
Lokaskýrsla framkvæmdahóps SSH varðandi félagslegt húsnæði.
F&L telur að tillaga um að sameina félagslegt húsnæði sveitarfélaga í eitt félag þurfi frekari skoðunar við hvað varðar helstu áhrif og afleiðingar áður en afstaða verður tekin til hennar. F&L vísar tillögunum til frekari umræðu í félagsmálaráð og bæjarstjórn. - Málsnúmer 2011090018.
Lokaskýrsla framkvæmdahóps SSH varðandi barnavernd.
F&L telur að tillaga um að sameina barnavernd sveitarfélaga í eitt félag þurfi frekari skoðunar við hvað varðar helstu áhrif og afleiðingar áður en afstaða verður tekin til hennar. F&L vísar tillögunum til frekari umræðu í félagsmálaráð og bæjarstjórn. - Málsnúmer 2011090015.
Bréf Sorpu bs. Varðandi árshlutareikning, dags. 01.09.2011.
Lagt fram. - Málsnúmer 2011090036.
Bréf frá Velferðarráðuneytinu dags. 9.09.2011 varðandi að þau geri aðgerðaráætlanir um aðgerðir gegn ofbeldi gegn konum.
F&L tekur heilshugar undir bréf ráðherra og felur félagsmálastjóra að gera drög að áætlun um aðgerðir gegn ofbeldi karla gegn konum í nánum samböndum, sem lögð verði fram í desember til umfjöllunar í bæjarstjórn. - Málsnúmer 2011090049.
Bréf frá Leiklistarfélagi Seltjarnarness dags. 20.09.2011.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir erindinu. Samþykkt kr. 80.000,- - Málsnúmer 2010040016.
Minnisblað fræðslufulltrúa um námsvist í tónlistarskóla í sveitarfélagi utan lögheimilis nemanda.
Lagt fram. - Málsnúmer 2011050043.
Gjaldskrá fyrir kattahald á Seltjarnarnesi.
Lagt fram og frestað. - Minnisblað um kjarasamning Félags leikskólakennara.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir helstu niðurstöðum kjarasamnings FL og sveitarfélaganna og fjallaði um kostnaðaráhrif samningsins á samningstímabilinu.
Lagt fram. - Undirbúningur að endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011.
Fjármálastjóri sagði frá vinnunni við endurskoðun á fjárhagsáætlun ársins 2011. - Fjárhagsáætlun ársins 2012.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir undirbúningi fjárhagsáætlunar ársins 2012. F&L samþykkja tillögur bæjarstjóra um verklag. - Minnisblað veitustjóra varðandi Dælustöð við Elliða.
Frestað. - Málsnúmer 2010060013.
Beiðni um stuðning við nemanda í Leikskóla Seltjanarness.
Samþykkt. - Minnisblað fræðslustjóra varðandi reglur og samþykktir fyrir niðurgreiðslur á þjónustu dagforeldra og afslætti af gjaldskrám LS og Skólaskjóls GS.
Samþykkt.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 09:23