Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

20. október 2011

445. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness fimmtudaginn 20. október, 2011 kl. 08:00.

Fimmtudaginn 20. október 2011, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Margrét Lind

Ólafsdóttir.

Áheyrnarfulltrúi: Árni Einarsson boðaði forföll.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson

fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Fyrir var tekið:

 1. Málsnúmer 2011090080.
  Bréf SSH varðandi tillögur verkefnahóps um samstarf sveitarfélaganna um rekstur safna, dags. 30.09.2011.
  F&L tekur undir sjónarmið um hagræðingu í starfi safna og samvinnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á þessu sviði. F&L vísar tillögunum til umræðu í bæjarstjórn og til umfjöllunar menningarnefndar.
 2. Málsnúmer 2011100006.
  Bréf SSH varðandi tillögur verkefnahóps um mögulegt samstarf um rekstur og kynningu íþróttamannvirkja, dags. 30.09.2011.
  F&L tekur undir sjónarmið um möguleika og tækifæri um aukið samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vegna reksturs íþróttamannvirkja. F&L vísar tillögunum til frekari umræðu í bæjarstjórn og til umfjöllunar ÍTS.
 3. Málsnúmer 2011090075.
  Bréf SSH varðandi tillögur verkefnahóps um samstarf um þjónustu við fatlað fólk, dags. 19.08.2011.
  F&L samþykkir fyrir sitt leyti tillögu stjórnar SSH um staðfestingu á sameiginlegum verklagsreglum aðildarsveitarfélaga SSH um mats- og inntökuteymis og fjármögnun tímabundins starf verkefnastjóra til að vinna að framkvæmd verkefnisins en áætlaður heildarkostnaður er 1,5 mkr.
 4. Málsnúmer 2011090057.
  Bréf SSH varðandi fyrirkomulag samstarfs aðildarsveitarfélaga vegna svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins, dags. 21.09.2011.
  F&L tekur undir hugmyndir um endurskoðun svæðisskipulags að hluta en leggur áherslu á framkvæmd kostnaðarmats hverju sinni vegna vinnu við slíka endurskoðun. F&L vísar málinu til frekari umræðu í bæjarstjórn og til umfjöllunar hjá Skipulags- og mannvirkjanefnd.
 5. Málsnúmer 2011090060.
  Bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga varðandi fjármál sveitarfélaga, dags. 22.09.2011.
  Lagt fram.
 6. Málsnúmer 2011090077.
  Bréf umhverfisráðuneytisins varðandi landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs, dags. 26.09.2011.
  F&L vísar bréfinu til bæjarstjóra.
 7. Málsnúmer 2011090072.
  Bréf SSH varðandi grunnnet fyrir almenningssamgöngur og hjólastíga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 21.09.2011.
  F&L vísar málinu til frekari umræðu í bæjarstjórn og til umfjöllunar hjá Skipulags- og mannvirkjanefnd.
 8. Málsnúmer 2011100011.
  Bréf Landgræðslu Ríkisins varðandi uppgræðslu í beitarhólfinu á Mosfellsheiði, milli Lyklafells og Hengils, dags. 28.09.2011.
  Lagt fram og vísað til Umhverfisnefndar til umfjöllunar.
 9. Málsnúmer 2011100030.
  Bréf Mennta- og menningarmálaráðuneytisins varðandi stefnumótun í íþróttamálum, 11.10.2011.
  Lagt fram og vísað til ÍTS til umfjöllunar.
 10. Málsnúmer 2011090071.
  Bréf SSH varðandi niðurstöður stjórnsýsluúttektar byggðasamlaganna og tillögur um framhald máls, dags. 04.10.2011.
  F&L tekur undir sjónarmið í bréfinu um endurskoðun á samþykktum SSH með það í huga að efla samráð og samstarf vegna sameiginlegra hagsmunamála svo sem á vettvangi stjórna byggðasamlaga. F&L lýsir ánægju með greinargóða skýrslu um stjórnsýsluúttekt á starfsemi byggðasamlaga og þakkar þeim sem unnu skýrsluna vel unnin störf.
 11. Málsnúmer 2011090071.
  Bréf SSH varðandi niðurstöður rekstrar- og fjárhagsúttekt á byggðasamlögum, dags. 01.07.2011.
  Lagt fram.
 12. Minnisblað veitustjóra varðandi dælustöð við Elliða.
  SES veitustjóri sat fund F&L undir þessum lið og gerði grein fyrir stöðu framkvæmda.
 13. Bréf GR dags. 07.10.2011.
  Lagt fram.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 09:15

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?