Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

08. desember 2011

449. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness fimmtudaginn 8. desember, 2011 kl. 08:00.

Fimmtudaginn 8. desember 2011, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Margrét Lind

Ólafsdóttir.

Áheyrnarfulltrúi: Árni Einarsson.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson

fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Fyrir var tekið:

 1. 3ja ára áætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2013-2015 lögð fram.
  Samþykkt og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
 2. Málsnúmer 20111000045.
  Bréf frá Stjórn Reykjanesfólkvangs varðandi framtíð Reykjanesfólkvangs dags. 15.11.2011.
  Fulltrúi stjórnar Reykjanesfólkvangs mættu á fund F&L til að ræða framtíð Reykjanesfólkvangs einnig sátu fulltrúar umhverfisnefndar bæjarins og garðyrkjustjóri.
  F&L vil þakka stjórn Reykjanesfólkvangs fyrir góða yfirferð yfir málaflokkinn.
 3. Stofnsamningur Sambands orkusveitarfélaga.
  Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. F&L samþykkir að gerast stofnfélagi að nýju sambandi orkusveitarfélaga og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.
 4. Málsnúmer 2011010057.
  Lögð fram greinargerð rýnihóps um byggingarform á Hrólfsskálamel 1-7.
  Davíð G. Gíslason og Páll Á. Guðmundsson mættu og gerðu grein fyrir niðurstöðu hópsins.
 5. Málsnúmer 2011120015.
  Bréf frá Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar dags. 02.12.2011. Ályktun vegna tillagna frá starfshópi sjárvarútvegsráðherra.
  Lagt fram.
 6. Málsnúmer 2011110013.
  Bréf Hagstofu Íslands dags. 02.11.2011 um töku manntals og húsnæðistals í árslok 2011.
  F&L tekur jákvætt í beiðni Hagstofu Íslands.
 7. Málsnúmer 2011120007.
  Bréf Ungmennafélags Íslands dags. 29.11.2011 þar sem fram koma tillögur sem samþykktar voru á 47. Sambandsþingi Ungmennafélags Íslands sem haldið var í Menningarhúsinu Hofi 15. – 16. Október sl.
  Lagt fram og vísað til ÍTS og skólanefndar.
 8. Málsnúmer 2010020084.
  Erindi frá SSH varðandi tillögu um heildarendurskoðun á vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið, dags. 06.12.2011.
  F&L samþykkir tillögu stjórnar SSH að sem fyrst verði hafist handa við heildarendurskoðun á vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið í samræmi við tillögur stýrihópsins frá 25.11.2011. F&L samþykkir að verkefnið verði vistað hjá SSH í samræmi við tillögur stýrihópsins og að stýrihópnum verði falið að starfa áfram til að halda utan um verkefnið f.h. sveitarfélaganna.
 9. Málsnúmer 2010060013.
  Beiðni um stuðning við nemendur í Leikskóla Seltjarnarness dags. 27.10.2011.
  F&L samþykkir beiðnina skólaárið 2011-2012.
 10. Lækningaminjasafn.
  Safnstjóri mætti á fund nefndarinnar til að ræða fjárhagsáætlun ársins 2012, almennar umræður um framtíð safnsins.
 11. Málsnúmer 2011120030.
  Umsókn um námsstyrk til Seltjarnarnesbæjar
  F&L samþykkir beiðnina fyrir skólaárið 2011-2012. Starfsmaður fær greidd dagvinnulaun miðað við starfshlutfall þann tíma sem hann sækir staðbundið nám í viðkomandi skólastofnun sem að jafnaði er a.m.k. ein vika á hverri önn. Laun eru ekki greidd þann tíma sem viðkomandi starfsmaður er í starfs-/vettvangsnámi.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:10

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?