Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

28. mars 2012

452. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness miðvikudaginn 28. mars, 2012 kl. 08:00.

Miðvikudaginn 28. mars 2012, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Lárus B. Lárusson og Margrét Lind Ólafsdóttir.
Áheyrnarfulltrúi: Árni Einarsson.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerði í tölvu.

 1. Fyrir var tekið:
 2. Málsnúmer 2012020029.
  Deiliskipulag á Bygggarðasvæði: Opnun tilboða í deiliskipulag svæðisins.
  Eftirfarandi tilboð bárust í deiliskipulag svæðisins.
  VA arkitektar kr. 5.350.000,-
  Kanon arkitektar kr. 5.960.000,-
  ASK arkitektar kr. 8.157.500,-
  F&L samþykkir að fela skipulagsstjóra að ræða við lægstbjóðanda um gerð samnings um framkvæmd verksins.
 3. Málsnúmer 2012030036.
  Bréf frá stjórn Selkórsins varðandi styrk, dags. 18.03.2012.
  Samþykkt kr. 300.þús.
 4. Málsnúmer 2012030023.
  Ársreikningur Sorpu bs. fyrir árið 2011.
  Lagður fram.
 5. Málsnúmer 2012030026.
  Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga varðandi aðalfund dags. 06.03.2012.
  Lagt fram.
 6. Málsnúmer 2012030027.
  Bréf frá Í þínum sporum dags. 14.03.2012 átak stöndum saman gegn einelti. Samstarfsverkefni Fjármála-, Mennta- og menningarmála- og Velferðarráðuneytis.
  Lagt fram og vísað til sviðstjóra til frekari kynningar.
 7. Málsnúmer 2012030017.
  Bréf SÞÁ beiðni um styrk til heimildarmyndar, dags. 07.03.2012 .
  Samþykkt kr. 300.þús.
 8. Málsnúmer 2012030013.
  Ársreikningur Strætó bs. 2011.
  Lagður fram.
 9. Málsnúmer 2012030034.
  Bréf frá Úlfur og Útidúr varðandi styrk, dags. 21.03.2012.
  Samþykkt kr. 150 þús.
 10. Málsnúmer 2012030011.
  Verkfallslisti skv. 5.-8. tl. 19.gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna.
  Lagður fram.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 08:26

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?