Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

05. júní 2012

457. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness miðvikudaginn 5. júní, 2012 kl. 16:15.

Miðvikudaginn 5. júní2012, kl. 16:15 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Margrét Lind

Ólafsdóttir.

Áheyrnarfulltrúi: Árni Einarsson.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, sem ritaði fundargerði í tölvu.

Fyrir var tekið:

 1. Minnisblað fræðslustjóra varðandi umsóknir í Leikskóla Seltjarnarnes haustið 2012.

  Bæjarstjóri og fræðslustjóri gerðu grein fyrir málinu. Málið rætt. F&L vísar minnisblaðinu til umfjöllunar í skólanefnd.

 2. Málsnúmer 2011110010.

  Minnisblað fræðslustjóra varðandi starfsmannakostnað.

  Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.

  F&L samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð kr. 937.500.- samkvæmt 1. málsl. 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.

 3. Staða verkefnahópa SSH.

  Lagt fram minnisblað frá framkvæmdastjóra SSH dags. 31.05.2012 um stöðu einstakra verkefnahópa í dag.

 4. Bréf Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 25.05.2012 varðandi ábyrgð aðila sem standa fyrir félags- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga.

  Lagt fram. Bæjarstjóra falið að senda afrit af bréfinu til félagsmálastjóra og íþróttafulltrúa.

 5. Málsnúmer 2012060001.

  Ársskýrsla Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma 2011.

  Lagður fram.

  Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.

  Fundi slitið kl. 16:55

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?