Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

23. ágúst 2012

Fimmtudaginn 23. ágúst 2012, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Margrét Lind Ólafsdóttir, Árni

Einarsson boðaði forföll.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson

fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2012070032/228.9.

    Bréf fræðslustjóra varðandi beiðni um stuðning fyrir börn í Leikskóla Seltjarnarness, dags. 27.07.2012.

    F&L samþykkir að áfram verði unnið á grundvelli þeirra tillagana sem fræðslustjóri hefur lagt fram og skólanefnd samþykkt fyrir sitt leiti.

  2. Málsnúmer 2012040003/222.0.

    Bréf fræðslustjóra varðandi úthlutun til Grunnskóla Seltjarnarness v. Skólaársins 2012-2013.

    F&L samþykkir viðbótarúthlutun fyrir árið 2012-2013.

  3. Málsnúmer 2011090082.

    Lögð fram tilboð í lagfæringar á þaki Eiðistorgs frá VSÓ ráðgjöf dags. 14.08.2012. Tvö tilboð bárust:

    Vörðufell kr. 51.653.308.-

    Spöng kr. 46.255.301.-

    F&L samþykkir að taka lægsta tilboð frá Spöng að fjárhæð kr. 46.255.301.-.

  4. Bréf Sorpu dags. 18.07.2012.

    Upplýsingar frá Birni H. Halldórssyni framkvæmdastjóra Sorpu bs á því ferli sem fyrirhugað er vegna staðarvals á nýjum urðunarstað.

  5. Málsnúmer 2010020100.

    Þjónustukort.

    F&L samþykkir að hætta úthlutun þjónustukorta frá 01.01.2013.

  6. Málsnúmer 2012060097.

    Bréf Fjárlaganefndar Alþingis varðandi fjárlagagerð næsta árs, dags. 18.06.2012.

    Lagt fram, F&L vísar bréfinu til afgreiðslu bæjarstjóra.

  7. Málsnúmer 2011090077.

    Bréf Umhverfisráðuneytisins varðandi landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs 2013-2024, dags. 15.06.2012.

    Lagt fram

  8. Málsnúmer 2012030015.

    Framkvæmd jafnréttisáætlunar bæjarins, minnisblað frá Jafnréttisnefnd bæjarins.

    Frestað til næsta fundar.

  9. Málsnúmer 2012070008.

    Bréf Ástráðs, forvarnarstarfs læknanema varðandi beiðni um styrk, dags. 03.07.2012.

    F&L samþykkir 50.þús. króna styrk.

  10. Málsnúmer 2012070005.

    Ársreikningur skíðasvæðanna vegna ársins 2011 og útkomuspá vegna ársins 2012.

    Lagt fram.

    Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.

    Fundi slitið kl. 08:25.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?