Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

11. október 2012
461. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness fimmtudaginn 11. október, 2012 kl. 08:00.

Fimmtudaginn 11. október 2012, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Árni Einarsson.

Áheyrnarfulltrúi: Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson

fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Fyrir var tekið:

 1. Málsnúmer 2012080017.

  Ráðning í starf menningarfulltrúa Seltjarnarnesbæjar.

  Fulltrúi Intellecta kynnti ráðningaferli og niðurstöðu þess þar sem kemur fram að Soffía Karlsdóttir sé hæfust til að gegna stöðu menningarfulltrúa Seltjarnarness. Hún hafi bæði mikla reynslu af stjórnun á sviði menningarstarfs sem nýtist vel í því starfi sem hér um ræðir bæði varðandi stefnumótun og mannaforráð. Einnig hafi hún skýra framtíðarsýn og hafi sett fram hugmyndir um þróun starfsins og hvernig öflugt menningarstarf geti verið sterkt afl í bæjarfélaginu.

  F&L samþykkir samhljóða tillögu Intellecta ehf. um að ráða Soffíu Karlsdóttur í starf menningarfulltrúa Seltjarnarnesbæjar.

 2. Málsnúmer 2012090020.

  Erindi frá Íþróttafélaginu Gróttu, dags. 13.09.2012 varðandi rekstur íþróttahúsa.

  Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu og málið rætt. F&L vísar málinu til bæjarstjóra til frekari vinnslu m.v. umræður á fundinum.

 3. Málsnúmer 2012100035.

  Bréf Landssambands Hestamannafélaga, dags. 03.10.2012 varðandi skráningu reiðleiða – kortasjá.

  F&L sér ekki fært að verða við erindinu.

 4. Málsnúmer 2012100003.

  Bréf Skógarmanna KFUM Vatnaskógi, dags. 28.09.2012 beiðni um styrk.

  Samþykkt 100.000.-.

  Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.

  Fundi slitið kl. 09:00.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?