Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

25. október 2012
463. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness fimmtudaginn 25. október, 2012 kl. 08:00.

Fimmtudaginn 25. október 2012, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Árni Einarsson.

Áheyrnarfulltrúi: Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson

fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Gestir undir lið 1 voru: Lárus B. Lárusson formaður ÍTS, Hildur Aðalsteinsdóttir formaður

Fimleikadeildar Gróttu, Páll Gunnlaugsson arkitekt, Haukur Geirmundsson

íþróttafulltrúi. Sigrún Edda Jónsdóttir bæjarfulltrúi, Haraldur Eyvinds formaður

Íþróttafélagsins Gróttu

Gestur undir lið 2 var: Birgir Finnsson varaslökkviðsstjóri

Fyrir var tekið:

 1. Málsnúmer 2012100076

  Fimleikahús, Íþróttamiðstöð Seltjarnarness.

  LBL formaður ÍTS upplýsti um störf undirbúningsnefndar sl. misseri og framtíðarsýn ÍTS varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja. HA ræddi stöðu deildarinnar í dag, fjölda iðkenda og framtíðarsýn. PG arkitekt fór yfir þá vinnu sem unnin hefur verið og kynnti útfærslu á stækkun salarins og kostnaðaráætlun. HG íþróttafulltrúi fór í gegnum ýmsa þætti varðandi þessa stækkun og iðkendafjöld í húsunum.

  F&L vill þakka gestum fyrir greinargóða yfirferð yfir málið og frestar frekari umræðum til næsta fundar en mun fara í heimsókn og skoða núverandi aðstöðu fimleikadeildar Gróttu í næstu viku.

 2. Málsnúmer 2012100077.

  Sjúkraflutningar á höfuðborgarsvæðinu.

  Á fundinn mætti Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri og fór í gegnum skýrslu sem KPMG vann fyrir aðila SHS og Velferðarráðuneytið varðandi sjúkraflutninga. Lagt var fram minnisblað slökkviliðsstjóra á úttekt óháðs aðila KPMG á skiptingu kostnaðar milli slökkvistarfsemi og sjúkraflutninga í samrekstri SHS. F&L þakkar BF fyrir góða kynningu á þessu mikilvæga máli.

  Bókun: Fjárhags- og launanefnd Seltjarnarness hefur verulegar áhyggjur af því að ekki skuli vera komnir á samningar milli aðila. Fram koma í skýrslunni samlegðaráhrif fyrir báða aðila. Því er beggja hagur að það fyrirkomulag sem nú er, haldi áfram og hvetur nefndin ríkið til að ganga að samningum í þeim anda sem fram kemur í skýrslunni frá KPMG sem allra fyrst.

 3. Málsnúmer 2012100044.

  Lækningaminjasafn.

  Bæjarstjóri lagði fram skýrslu unna af Hjalta Gylfasyni hjá Mannverk ráðgjöf ehf. varðandi tillögur til lækkunar á framkvæmdakostnaði.

 4. Fjárstreymisyfirlit.
  Fjárstreymisyfirlit fyrir 1.1.2012-30.09.2012.
  Fjármálastjóri lagði fram útkomuspá fyrir árið 2012 miðað við fyrstu níu mánuði ársins.
 5. Málsnúmer 2012100076.
  Starfs- og fjárhagsáætlun SHS fyrir árið 2013.
  Lögð fram.
 6. Málsnúmer 2012100067.
  Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðis.
  Erindi frá SSH varðandi tillögu að verk-, tíma- og kostnaðaráætlunar vegna endurskoðunar svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins á árinu 2013. Hlutur Seltjarnarness er kr. 580. þús.
  Vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2013.
 7. Málsnúmer 2012100074.
  Bréf Neytendasamtakanna um styrk fyrir árið 2013, dags. 19.10.2012
  Samþykkt kr. 50.000.-.
 8. Málsnúmer 2012100056.
  Bréf Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavanda um styrk vegna átaksins „Betra líf“, dags. 18.10.2012
  Lagt fram.
 1. Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.

  Fundi slitið kl. 09:45.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?