Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

20. september 2012
460. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness fimmtudaginn 20. september, 2012 kl. 08:00.

Fimmtudaginn 20. september 2012, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Árni Einarsson.

Áheyrnarfulltrúi: Margrét Lind Ólafsdóttir.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson

fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2012090061.

    Tilboð frá Stólpar ehf., í lóð 1-7 við Hrólfsskálamel, dags. 18.09.2012.

    F&L hafnar tilboðinu og felur bæjarstjóra að svara erindinu.

  2. Málsnúmer 2012090062.

    Bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, dags. 13.09.2012 varðandi ágóðahlutagreiðslu fyrir árið 2012.

    Hlutdeild Seltjarnarnesbæjar í Sameignarsjóði EBÍ er 1,56% og greiðist því 15. október nk. kr. 1.556.000.- .

  3. Málsnúmer 2012090003.

    Bréf Stúdentaráðs Háskóla Íslands, dags. 24.08.2012 varðandi nemendakort Strætó bs.

    Áskorun Stúdentaráðs til eiganda Strætó bs. til endurskoðunar á stefnu sinni varðandi nemendakort Strætó lagt fram.

  4. Málsnúmer 2012090001.

    Árshlutareikningur Sorpu vegna ársins 2012.

    Lagður fram.

  5. Bréf Fjármálaráðuneytisins dags. 16.08.2012 varðandi nýsköðunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu.

    Lagt fram.

  6. Málsnúmer 2012030015.

    Könnun jafnréttisnefndar um framkvæmd jafnréttisáætlunar.

    Lagt fram. Bæjarstjóra falið að vinna áfram með málið.

  7. Fjárhagsáætlun Seltjarnarness fyrir árið 2013.

    Vinnuferli.

    Á fundi F&L kynnti fjármálastjóri og gerði grein fyrir vinnuferli og helstu dagsetningum vegna framlagningar og samþykktar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013. Gert er ráð fyrir að fjárhagsáætlun verði lögð fram við fyrri umræðu 24. október og til afgreiðslu við síðari umræðu 14. nóvember.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 09:35.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?